Páll Axel með þúsundasta þristinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson varð á dögunum fyrsti leikmaðurinn í sögu íslensku úrvalsdeildarinnar í körfubolta til að skora yfir 1.000 þriggja stiga körfur á ferlinum. Páll Axel, sem er 36 ára, leikur í dag með Skallagrími í Borgarnesi en bróðurpartinn af þessum körfum skoraði Palli í Grindavíkurbúning. Vísir.is greindi frá því að Palli hefði nú alls leikið 109 leiki þar …

Flott námskeið hjá Ólínu og Eddu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Síðastliðinn laugardag héldu þær Ólína Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir námskeið fyrir 3. og 4. flokk kvenna hér í Grindavík. Námskeiðið var vel sótt og mættu 27 stelpur. Stelpurnar tóku allar virkan þátt í námskeiðinu og stóðu sig með prýði en landsliðskonurnar fyrrverandi töluðu um að framtíðin í kvennaboltanum í Grindavík væri björt. Ólína og Edda fóru yfir atriði sem þær …

Góður árangur Grindvíkinga á júdómóti í Bretlandi – Gunnar með gull

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Fyrr í mánuðinum sögðum við frá því að nokkrir fílelfdir grindvískir júdókappar væru á leið í víking til Bretlandseyja . Mótið fór fram núna um helgina og skemmst er frá því að segja að okkar menn stóðu sig allir með prýði, þó enginn betur en Gunnar Jóhannsson sem vann gull í sínum flokki. Í fréttatilkynningu frá Júdósambandi Íslands segir: ,,Grindvíkingurinn …

Grindvíkingum slátrað í Ásgarði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar fóru enga frægðarför í Garðabæinn í gærkvöldi þegar þeir sóttu Stjörnumenn heim í Dominosdeild karla. Lokatölur urðu 103-78 en okkar menn köstuðu leiknum algjörlega frá sér í þriðja leikhluta sem tapaðist 30-10. Um tíma var staðan í honum 27-4. Það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Grindavík og leikurinn í raun tapaður fyrir síðasta fjórðung. Á karfan.is má lesa ágæta …

Milan Stefán Jankovic kominn með UEFA Pro þjálfaragráðu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Milan Stefán Jankovic, sem flestir Grindvíkingar þekkja sennilega betur sem Jankó, lauk á dögunum UEFA Pro þjálfaragráðu. Óskum við honum að sjálfsögðu til hamingju með þennan áfanga þó svo að við fáum þó ekki að njóta ávaxta þessarar vinnu næsta sumar þar sem Jankó hætti með lið Grindavíkur í haust. Fótbolti.net greindi frá í morgun: ,,Milan Stefán Jankovic hefur bæst …

Tveggja turna tal hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur halda áfram á beinu brautinni í Dominosdeild kvenna en í gær unnu þær mjög sannfærandi sigur á kanalausu liði KR, 47-71. Þær Rachel Tecca og María Ben voru mjög atkvæðamiklar í liði Grindvíkinga og fyrirsögn karfan.is var nokkuð fyrirsjáanleg en vissulega sönn; ,,Tveggja turna tal“, en þær stöllur hreinlega áttu teiginn í gær. Við endurbirtum hér með góðfúslegu leyfi …

Einstefna í 4. leikhluta og öruggur heimasigur staðreynd gegn Skallagrími

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Skallagrímsmenn heimsóttu okkur Grindvíkinga í Röstina í gærkvöldi. Fyrirfram hefðu flestir búist við að heimamenn gætu tekið þennan leik með vinstri en Borgnesingar sýndu það að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin en eftir því sem leið á leikinn dró í sundur með liðunum og Grindvíkingar lönduðu öruggum 31 stigs sigri, 106-75. Við endurbirtum hér pistil sem fréttaritari grindavik.is …

Tap á heimavelli gegn Haukum í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík og Haukar mættust í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli baráttu allt fram í síðasta leikhluta, þar sem Haukastúlkur tóku öll völd á vellinum og sigldu 12 stiga sigri í höfn nokkuð örugglega. Grindavíkurstúlkur fóru mun betur af stað en Haukar og eftir um 5 mínútna leik var staðan 11-2. Haukarkonur náðu þó …

Skallagrímsbræður í heimsókn í kvöld og herrakvöld þann 7. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Fyrstu heimaleikur vetrarins hjá karlaliði UMFG í Dominosdeildinni er í kvöld, þar sem Skallagrímsmenn koma í heimsókn úr Borgarnesi. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og því eflaust bæði hungruð í fyrsta sigur vetrarins. Tveir leikmenn Skallagríms eru Grindvíkingum að góðu kunnir, þeir bræður Páll Axel og Ármann Örn, Vilbergssynir. Munu Grindvíkingar eflaust taka vel á móti þeim en vonandi …

Grindvískir judomenn á leið í víking til Bretlandseyja

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Þann 24. október halda nokkrir grindvískir judokappar í víking til Bretlandseyja þar sem þeir ætla að gera strandhögg á alþjóðlegu judo móti í Southend , rétt austan við London. Hinir grindvísku kappar fara út í samfloti með judodeild Ármanns og óskum við þeim að sjálfsögðu góðs gengis á móti. Í hópnum frá Grindavík eru, talið frá vinstri: Arnar Már Jónsson, …