Fótboltasumarið rúllar af stað á laugardaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hefja leik þetta sumarið í 1. deildinni núna á laugardaginn kl. 14:00, þegar lið Fjarðabyggðar kemur í heimsókn. Grindvíkingum gekk ágætlega á undirbúningstímabilinu og þjálfarar og fyrirliðar í deildinni spá liðinu 3. sæti á Fótbolta.net. Það er ljóst að liðið fer inn í tímabilið með nokkrar væntingar á bakinu enda hafa liðs- og stuðningsmenn sennilega ekki mikinn áhuga á …

Tommy Nielsen, aðalþjálfari Grindavíkur, í viðtali á Fótbolta.net

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Tommy Nielsen, aðalþjálfari Grindavíkur, er í laufléttu spjalli á Fótbolta.net en þar ræðir hann um komandi sumar og væntingar en liðinu er spáð 3. sæti í ár. Hann telur KA sigurstranglegasta í ár en Grindavík ætlar sér að sjálfsögðu að fylgja þeim eftir. Þá segist Tommy líka vera stoltur af því að vera að þjálfa í Grindavík. Viðtalið má lesa …

Fjórði Íslandsmeistaratitill vorsins í hús í körfunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þó svo að meistaraflokksliðum Grindavíkur í körfubolta hafi ekki tekist að landa þeim stóra þetta árið hefur gengi yngri flokka verið mjög gott í vetur og ljóst að framtíðin er björt. Um helgina kom 4. titill tímabilsins í hús þegar stúlkurnar í 8. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Við óskum þeim og þjálfara þeirra, Jóhanni Árna Ólafssyni, til hamingju með titilinn.

Góður árangur Grindvíkinga í taekwondo

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Taekwondo

Bikarmót barna í taekwondo fór fram um síðastliðna helgi hjá Ármanni í Laugardal. Um 100 börn á aldrinum 5-11 ára skráðu sig til leiks og er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi staðið sig feikna vel. Sex Grindvíkingar tóku þátt í mótinu og náðu þeir allir á pall í báðum keppnisgreinum en keppt var í bardaga annars vegar og í …

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG á fimmtudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfunnar verður haldið nú á fimmtudaginn í salnum í nýja íþróttamannvirkinu. Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s góður matur að hætti Bíbbans, skemmtiatriði frá stjórn og liðunum, verðlaunaafhending og almennt partý stuð. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa miða á lokahófið geta sett sig í samband við Gauta í síma 8401719 en það verða ekki …

Grindavíkurpiltar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í drengjaflokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í drengjaflokki í Stykkishólmi í gær gegn Haukum. Í liði Grindavíkur eru margir efnilegir leikmenn sem fengu drjúgar mínútur með meistaraflokki í vetur. Þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Hilmir Kristjánsson létu þristunum rigna yfir Hauka í leiknum en saman settu þeir 14 þrista í 22 tilraunum. Lokatölur urðu …

Stelpurnar í 9. flokki nældu í silfur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar áttu tvö lið í úrslitum yngri flokka í Stykkishólmi um helgina. Strákarnir í drengjaflokki unnu Hauka og fögnuðu Íslandsmeistaratitli en stelpurnar í 9. flokki voru ekki jafn heppnar í sinni viðureign. Þær mættu nágrönnum okkar úr Keflavík, líkt og í bikarúrslitunum, en í þetta skiptið voru það Keflvíkingar sem unnu sigur í miklum spennuleik, 45-39. Símon Hjaltalín var á …

Sjáðu fyrsta landsleik Drafnar Einarsdóttur hér

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eins og við greindum frá á dögunum var Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, valin í U17 ára landslið Íslands sem leikur á æfingamóti í Færeyjum þessa dagana. Dröfn lék sinn fyrsta landsleik í gær þegar Ísland sigraði Wales, 3-1. Dröfn lék allan leikinn og stóð sig að sögn kunnugra vel í stöðu hægri bakvarðar. Leikinn má sjá í …