Grindvíkingar hefja leik þetta sumarið í 1. deildinni núna á laugardaginn kl. 14:00, þegar lið Fjarðabyggðar kemur í heimsókn. Grindvíkingum gekk ágætlega á undirbúningstímabilinu og þjálfarar og fyrirliðar í deildinni spá liðinu 3. sæti á Fótbolta.net. Það er ljóst að liðið fer inn í tímabilið með nokkrar væntingar á bakinu enda hafa liðs- og stuðningsmenn sennilega ekki mikinn áhuga á …
Tommy Nielsen, aðalþjálfari Grindavíkur, í viðtali á Fótbolta.net
Tommy Nielsen, aðalþjálfari Grindavíkur, er í laufléttu spjalli á Fótbolta.net en þar ræðir hann um komandi sumar og væntingar en liðinu er spáð 3. sæti í ár. Hann telur KA sigurstranglegasta í ár en Grindavík ætlar sér að sjálfsögðu að fylgja þeim eftir. Þá segist Tommy líka vera stoltur af því að vera að þjálfa í Grindavík. Viðtalið má lesa …
Fjórði Íslandsmeistaratitill vorsins í hús í körfunni
Þó svo að meistaraflokksliðum Grindavíkur í körfubolta hafi ekki tekist að landa þeim stóra þetta árið hefur gengi yngri flokka verið mjög gott í vetur og ljóst að framtíðin er björt. Um helgina kom 4. titill tímabilsins í hús þegar stúlkurnar í 8. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Við óskum þeim og þjálfara þeirra, Jóhanni Árna Ólafssyni, til hamingju með titilinn.
Aðalfundur 12. maí hjá minni deildum UMFG
Því miður er aðalfundi deilda frestað þar til 12.maí 2015 kl 20:00 í nýrri aðstöðu UMFG við Austurveg 1 Aðalfundur Taekwondo-, sund-, fimleika-, skot- og judódeilda verður haldinn þriðjudaginn 12.maí 2015 í nýrri aðstöðu UMFG við Austurveg 1. Allir eru velkomnir, venjuleg aðalfundarstörf.
Góður árangur Grindvíkinga í taekwondo
Bikarmót barna í taekwondo fór fram um síðastliðna helgi hjá Ármanni í Laugardal. Um 100 börn á aldrinum 5-11 ára skráðu sig til leiks og er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi staðið sig feikna vel. Sex Grindvíkingar tóku þátt í mótinu og náðu þeir allir á pall í báðum keppnisgreinum en keppt var í bardaga annars vegar og í …
Starfsfólk óskast í Gula húsið í sumar
Knattspyrnudeild UMFG óskar eftir starfsfólki í Gula hús frá 1.maí til 15.sept, við þrif á búningsklefum og húsvörslu. Umsóknir sendist á umfg@centrum.is
Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG á fimmtudaginn
Lokahóf körfunnar verður haldið nú á fimmtudaginn í salnum í nýja íþróttamannvirkinu. Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s góður matur að hætti Bíbbans, skemmtiatriði frá stjórn og liðunum, verðlaunaafhending og almennt partý stuð. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa miða á lokahófið geta sett sig í samband við Gauta í síma 8401719 en það verða ekki …
Grindavíkurpiltar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í drengjaflokki
Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í drengjaflokki í Stykkishólmi í gær gegn Haukum. Í liði Grindavíkur eru margir efnilegir leikmenn sem fengu drjúgar mínútur með meistaraflokki í vetur. Þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Hilmir Kristjánsson létu þristunum rigna yfir Hauka í leiknum en saman settu þeir 14 þrista í 22 tilraunum. Lokatölur urðu …
Stelpurnar í 9. flokki nældu í silfur
Grindvíkingar áttu tvö lið í úrslitum yngri flokka í Stykkishólmi um helgina. Strákarnir í drengjaflokki unnu Hauka og fögnuðu Íslandsmeistaratitli en stelpurnar í 9. flokki voru ekki jafn heppnar í sinni viðureign. Þær mættu nágrönnum okkar úr Keflavík, líkt og í bikarúrslitunum, en í þetta skiptið voru það Keflvíkingar sem unnu sigur í miklum spennuleik, 45-39. Símon Hjaltalín var á …
Sjáðu fyrsta landsleik Drafnar Einarsdóttur hér
Eins og við greindum frá á dögunum var Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, valin í U17 ára landslið Íslands sem leikur á æfingamóti í Færeyjum þessa dagana. Dröfn lék sinn fyrsta landsleik í gær þegar Ísland sigraði Wales, 3-1. Dröfn lék allan leikinn og stóð sig að sögn kunnugra vel í stöðu hægri bakvarðar. Leikinn má sjá í …