Fyrstu stig sumarsins í hús hjá strákunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti Gróttu nú á laugardaginn í 1. deild karla í knattspyrnu. Bæði lið höfðu byrjað mótið illa og voru stigalaus. Grindvíkingar höfðu aðeins skorað eitt mark og það úr víti en Gróttumenn áttu enn eftir að skora. Þetta var því fullkominn leikur fyrir Grindvíkinga að komast á blað og koma tímabilinu almennilega af stað. Það er skemmst …

Nóg um að vera í íþróttum í Grindavík um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það verður nóg um að vera í íþróttalífi Grindvíkinga nú um Hvítasunnuhelgina. Í dag laugardag taka Grindvíkingar á móti Gróttu í 1. deild karla en leikurinn hefst klukkan 14:00 hér á Grindavíkurvelli. Á mánudag hefja stelpurnar svo leik í Íslandsmótinu þegar þær taka á móti Fjölni hér á heimavelli en sá leikur hefst klukkan 13:00. Þá geta Grindvíkingar einnig kíkt …

Meistaraflokkur kvenna á Facebook

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þeir sem hafa fylgst með síðunni okkar undanfarin sumur hafa sennilega tekið eftir hinum stórskemmtilegu auglýsingum sem stelpurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hafa gert fyrir leiki. Til að fá fréttir af leikjum og leikmönnum liðins er um að gera að fylgjast með þeim á Facebook og smella einu „like“ á síðuna þeirra. Hana má finna með því að smella …

Dregið í Borgunarbikarnum í dag, strákarnir á leið til Húsavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Dregið var í Borgunbikar karla og kvenna í hádeginu í dag. Hjá körlunum er komið að 32-liða úrslitum en 16-liða hjá konunum. Það má segja að karlaliði hafi verið nokkuð heppið með andstæðinga miðað við styrkleika en á móti bíður liðinu nokkuð langt ferðalag, alla leið norður til Húsavíkur þar sem liðið mætir 3. deildar liði Völsungs. Konurnar sluppu einnig …

Hilmir og Nökkvi flottir fulltrúar Grindavíkur á Norðurlandamótinu í Solna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Norðurlandamót yngri landsliða (U16 og U18) fór fram í bænum Solna í Svíþjóð nú á dögunum og áttu Grindvíkingar einn fulltrúa í hvoru karlaliði. Hilmir Kristjánsson var lykilmaður í silfurliði U18 liðinu en hann byrjaði alla leiki liðsins og skilaði góðu framlagi til árangurs liðsins. Það gekk ekki jafn vel hjá U16 ára liðinu en okkar maður Nökkvi Már Nökkvason …

Bikarsigur í bragðdaufum nágrannaslag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Þrótti úr Vogum í sögulegum bikarleik en þessi lið hafa aldrei áður mæst í leik á Íslandsmóti né í bikarkeppni. Þróttarar sem leika í 4. deild mættu afar vel skipulagðir til leiks og spiluðu mjög þéttan varnarleik sem Grindavíkurliðið átti mjög erfitt með að leysa. Afar fá afgerandi færi litu dagsins ljós þrátt …

Bacalao mótið verður 6. júní

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Nú styttist í Bacalaomótið sem nú er haldið í fimmta sinn. Skráning er hafin á www.bacalaomotid.is og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Dagskráin er í vinnslu en við getum lofað því að hún verður hin glæsilegasta. Höfum hugfast að getuleysið fyrirgefst, viljaleysið ekki, TÖKUM ÞÁTT! Sjáumst hressir á Grindavíkurvelli þann 6.júní. Knattspyrnudeild UMFG.

Aftur lágu Grindvíkingar, fengu færi en engin mörk

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa ekki farið vel af stað í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar og hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum, nú síðast gegn Haukum á útivelli. Leikurinn endaði 1-0 fyrir heimamenn en Grindvíkingar brenndu af víti og þá fékk Óli Baldur rautt spjald í kjölfarið á vítinu og léku Grindvíkingar því manni færri það sem eftir lifði leiks. …

Grindavíkurkonur áfram í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti Keflavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikar kvenna í gær hér á Grindavíkurvelli. Vindurinn hafði töluverð áhrif á leikinn en okkar konur léku undan honum í fyrri hálfleik. Það var þó ekki fyrr en í seinni hálfleik þegar liðið lék upp í vindinn að eitthvað fór að ganga og fór seinni hálfleikur nánast allur fram á vallarhelmingi Keflvíkinga. …

Sex Grindvíkingar í æfingahópum A-landsliðanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sex leikmenn Grindavíkur í körfubolta hafa verið valdir í æfingahópa A-landsliða Íslands í körfubolta fyrir Smáþjóðaleikanna. Stelpurnar eiga fjóra fulltrúa en strákarnir tvo. Í æfingahóp kvenna voru eftirtaldir leikmenn Grindavíkur valdir: Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1990 · 178 cm · 12 landsleikir María Ben Erlingsdóttir – Grindavík · Miðherji · f. 1988 · 184 cm · …