Vinna hafin við jafnréttisstefnu UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur hefur hafið vinnu við jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni ásamt aðgerðaráætlun. Ákvæði er í samningi UMFG og Grindavíkurbæjar, sem undirritaður var um síðustu áramót, um að félagið innleiði jafnréttisstefnu. UMFG hefur sett sér það markmið að samþykkja nýja jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni í haust sem síðan verður staðfest á aðalfundi félagsins í mars á næsta …

Unglingalandsmótið á Selfossi

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 dagana 31. júlí – 2. ágúst. Mótið er haldið í samstarfi við HSK og Sveitarfélagið Árborg. Mótið hefur sannað gildi sitt sem glæsileg vímuefnalaus fjölskyldu- og íþróttahátíð þar sem saman kemur fjöldi barna og ungmenna með fjölskyldum sínum. Mótið er fyrir 11-18 ára börn og ungmenni sem reyna fyrir sér í …

Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ …

Skráning á leikjanámskeið UMFG 2020

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2011, 2012 og 2013 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …

Bjarni endurkjörinn formaður UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur Ungmennafélags Grindavíkur fór fram í gærkvöldi í Gjánni, samkomusal UMFG. Dagskrá fundarins var hefðbundin og var kosið til stjórnar. Bjarni Már Svavarsson var endurkjörinn formaður UMFG til næsta starfsárs. Fjórir meðstjórnendur voru einnig kjörnir en það eru þau Guðmundur Bragason, Kjartan Adólfsson, Klara Bjarnadóttir og Rúnar Sigurjónsson. Í varstjórn voru kosin þau Ámundínus Örn Öfjörð Gylfason, Tracy Vita Horne …

Aðalfundur UMFG 2020

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundur UMFG verður haldinn í Gjánni íþróttamiðstöðinni miðvikudaginn 20. maí 2020 kl 20:00. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn UMFG

Aðalfundur UMFG 2020 frestað

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalfundi UMFG sem halda átti þriðjudaginn 16.03.2020 hefur verið frestað sökum samkomubanns. Frekari upplýsingar varðandi nýjan fundartíma koma á heimasíðu þegar að samkomubanni lýkur. Stjórn UMFG

Skipulagt íþróttastarf á vegum UMFG frestað þar mánudaginn 23. mars 2020

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Það er komið á hreint að það verður ekkert skipulagt íþróttastarf fyrir leik og grunnskóla á vegum UMFG fyrr en mánudaginn 23. mars í fyrsta lagi. Þetta á við öll íþróttafélög í landinu. Haldið áfram að fylgjast með. http://isi.is/frettir/frett/2020/03/15/Ithrottastarfid-i-samkomubanni/?fbclid=IwAR1KRoflMBFEczFrKxmiqRyUkp9wtmVamGrOgd-Nv_prO1xEz2gE4OW4WmI

Allar skipulagðar æfingar falla niður mánudaginn 16.mars 2020 hjá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Allar skipulagðar æfingar falla niður hjá öllum deildum innan UMFG mánudaginn 16.03.2020 Neyðarstjórn Grindavíkurbæjar og skólastjórnendur bæjarins hafa fundað vegna covid-19 og samkomubanns sem tekur gildi á miðnætti. Niðurstaðan er í takt við útgefin fyrirmæli frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kennaforystu landsins um að vera með starfsdag í öllum skólum á morgun. Þetta á við um leik-, grunn- og tónlistarskóla. Við blasir að …

Samkomubann og nánari leiðbeiningar

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Í ljósi nýrra frétta frá yfirvöldum um samkomubann sem gildir tekur á miðnætti 15.mars næstkomandi (aðfaranótt mánudags) og á að vara í mánuð er ljóst að endurskoða þarf og takamarka starsemi á vegum UMFI og aðildarfélaga. unnið er að nánari leiðbeiningum sem verða birtar í dag sjá frétt frá UMFÍ http://umfi.is/utgafa/frettasafn/samkomubann-og-nanari-leidbeiningar-vaentanlegar/