Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram 3. júní í Gjánni. Veittar voru einstaklings viðurkenningar allt frá minnibolta 10ára til elstu yngri flokka. Við óskum ykkur öllum tilhamingju og hvetjum ykkur til að halda áfram á sömu braut. MB 10 ára Ástundun: Helga Jara Bjarnadóttir Mestu framfarir: Sigurbjörg Brynja Helgadóttir Dugnaðarforkur: Helena Rós Ellertsdóttir MB 11 ára Ástundun: Aníta Rut …

Styrktu Grindavík með áskrift af Stöð2 Sport Ísland

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Tryggðu þér áskrift af Stöð2 Sport Ísland fyrir aðeins 3.990 kr./mán og styrktu um leið Grindavík! Nánar: www.stod2.is/vinnumsaman Með því að gerast áskrifandi að Stöð2 Sport til 1. desember styrkir þú þitt félag um 6.470 krónur og færð um leið aðgang að allri umfjöllun Stöðvar 2 Sports um íslenskan fótbotla, sem og aðrar íslenskar íþróttir sem verða á dagskrá næstu mánuðina. …

Jón Axel valinn íþróttamaður ársins hjá Davidson

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í gær þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Skólinn teflir auðvitað fram íþróttafólki í ýmsum greinum, undir heitinu Davidson Wildcats, en frammistaða Jóns Axels á lokatímabili hans með körfuboltaliðinu stóð upp úr hvað karlkyns fulltrúa skólans varðar. Jón Axel kveður Davidson sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins …

Jafntefli í æfingaleik gegn Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Fjölnir mættust á Grindavíkurvelli í æfingaleik í dag. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli í fjörugum leik. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Grindavík og náðu gulir 3-1 forystu í leiknum. Grindavík lék skemmtilega hápressu framan af leik sem gekk vel upp. Eftir um 60 mínútur gerðu bæði lið miklar breytingar á sínum liðum og jafnaðist þá leikurinn. Mörk …

Bjössi Hreiðars: Það eru mörg lið um hituna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott,” sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í gær um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin. Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni. …

Tap gegn ÍA í æfingaleik

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

ÍA mætti Grindavík í æfingaleik í gær og komust Skagastúlkur í fjögurra marka forystu fyrir leikhlé. Grindavík sló frá sér í síðari hálfleik og minnkaði muninn niður í tvö mörk þökk sé flottum mörkum frá Birgittu Hallgrímsdóttur og Unu Rós Unnarsdóttur. Meira var ekki skorað og lokatölur 4-2. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. ÍA 4 – 2 …

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG ​

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni miðvikudaginn 3. júní kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára til elstu yngri flokkana. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veittar viðurkenningar fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi.  Einnig verður Grindvíkingur ársins valin venju …

Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ …

Skráning á leikjanámskeið UMFG 2020

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2011, 2012 og 2013 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið …

Maciej framlengir samning sinn við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Markvörðurinn Maciej Majewski hefur framlengt samning sinn við Grindavík út tímabilið 2021. Maciej eða Maja eins og hann er jafnan kallaður suður með sjó, hefur verið hjá Grindavík síðan 2015. Maja mun einnig sinna markmannsþjálfun hjá Grindavík en hann hefur gert samning um markmannsþjálfun meistaraflokka félagsins og yngri flokka. Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir Grindavík að hafa tryggt sér þjónustu …