Hulda Björk skrifar undir nýjan samning

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hulda Björk Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og mun leik áfram með liðinu út næstu tvö keppnistímabil. Hulda Björk átti mjög gott tímabil með Grindavík í vetur og var valin mikilvægasti leikmaður tímabilsins hjá kvennaliði Grindavíkur á tímabilinu. Hulda var með 10,1 stig að meðaltali í vetur og tók miklum framförum. Það er mikið gleðiefni að …

Fyrirlestur um mikilvægi styrktarþjálfunar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Mánudaginn 25. apríl kl 17.00 mun Vilhjálmur Steinarsson íþróttafræðingur halda fyrirlestur í Gjánni íþróttamiðstöðinni um mikilvægi styrktarþjálfunar. Fyrirlesturinn er fyrir ungmenni fædd 2009 og eldri og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að mæta. -Léttar veitingar í boði- Vilhjálmur Steinarsson er 38 ára gamall íþróttafræðingur sem hefur sérhæft sig í styrktarþjálfun fyrir körfubolta. Hann hefur reynslu sem leikmaður í úrvalsdeild …

Þrjár uppaldar skrifa undir 2ja ára samning

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur endurnýjað samninga sína við þrjá uppalda leikmenn í kvennaliði félagsins. Þetta eru þær Arna Sif Elíasdóttir, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir og Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir. Þær skrifa allar undir samning við félagið út tímabilið 2023/2024. Arna Sif er 21 árs gömul og stóð sig vel í vetur. Hún leikur stöðu miðherja og er mjög öflugur liðsmaður sem …

Dagur Ingi framlengir út tímabilið 2024

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild Grindavíkur og gildir samningur hans við félagið út tímabilið 2024. Dagur Ingi er 22 ára gamall og er feikilega fjölhæfur sóknamaður sem getur leikið víða framarlega á vellinum. Dagur á að baki 30 leiki í deild og bikar með Grindavík á ferlinum og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Grindavík …

Argentínskur miðjumaður til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur samið við miðjumanninn Thiago Dylan Ceijas sem kemur frá Argentínu en er með ítalskt vegabréf. Thiago Dylan er 21 árs gamall og kemur úr akademíu Boca Juniors. Hann hefur einnig verið á mála hjá Genoa, Levante og nú síðast hjá Carpi í Seriu C á Ítalíu. Thiago Dylan getur leyst margar stöður á miðjunni. Hann var á reynslu …

Danielle Rodriguez semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bandaríski leikmaðurinn og þjálfarinn Danielle Rodriguez hefur skrifað undir samning við Grindavík og mun leika með félaginu í Subwaydeild kvenna á næstu leiktíð. Danielle er bakvörður og þekkt nafn í íslenskum körfubolta. Hún lék með Stjörnunni frá 2016 til 2019 en skipti yfir í KR tímabilið 2019-2020. Danielle hefur starfað sem þjálfari undanfarin ár og hefur verið aðstoðarþjálfari hjá San …

Marín Rún til liðs við Grindavík 

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Marín Rún Guðmundsdóttir hefur samið við Grindavík og mun hún leika með félaginu í Lengjudeild kvenna í sumar. Marín Rún kemur til liðs við Grindavík frá Hellas Verona á Ítalíu þar sem hún hefur leikið undanfarna mánuði. Marín er 24 ára miðjumaður og hefur leikið stærstan hluta af sínum ferli með Keflavík. Hún lék alls 117 leiki með Keflavík í …

Knattspyrnudeildin fær 70 bolta að gjöf

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur fékk frábæra gjöf núna á dögunum þegar deildin fékk afhenta 70 bolta frá Rúnari Sigurjónssyni málara og Málningu ehf. Boltarnir koma frá PUMA og eru „fjarkar“ að stærð. „Það er einstakt að hafa svona öflugt fólk í okkar nærumhverfi sem lætur sér velferð félagsins varða og er tilbúið að styrkja fótboltann í Grindavík með þessum hætti. Þessi gjöf …

Konukvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Konukvöld Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fer fram þann 11. mars næstkomandi í Gjánni, samkomusal. Húsið opnar kl. 19:30 með fordrykk og verður mikið stuð fram eftir kvöldi. Dagskrá Konukvölds 2022: – Fordrykkur – Matur frá Grillvagninum – Halli Meló skemmtir – Happadrætti – Tískusýning frá Palóma – DJ (Bumblebee Brothers) Miðasala fer fram hjá Lindu í Palóma og hefst föstudaginn 4. mars. …

Birgitta á ný til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Birgitta Hallgrímsdóttir hefur skrifað undir samning út leiktíðina með Grindavík og mun leika með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Birgitta er framherji og kemur til liðs við Grindavík frá Omonoia á Kýpur þar sem hún lék í vetur. Birgitta lék með Grindavík tímabilin 2019 og 2020. Hún var iðin við markaskorun hjá félaginu og skoraði alls 16 mörk í …