Argentínskur miðjumaður til Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík hefur samið við miðjumanninn Thiago Dylan Ceijas sem kemur frá Argentínu en er með ítalskt vegabréf. Thiago Dylan er 21 árs gamall og kemur úr akademíu Boca Juniors. Hann hefur einnig verið á mála hjá Genoa, Levante og nú síðast hjá Carpi í Seriu C á Ítalíu.

Thiago Dylan getur leyst margar stöður á miðjunni. Hann var á reynslu hjá Grindavík á Spáni á dögunum og stóð sig vel.

„Ég er mjög ánægður að fá Thiago Dylan til liðs við okkur. Þetta er ungur miðjumaður sem er nokkuð ólíkur þeim miðjumönnum sem við höfum nú þegar hjá félaginu. Hann er snöggur og með mjög góðan grunn. Við vonum að hann verði fljótur að aðlagast íslenskum aðstæðum og geti hjálpað liðinu í sumar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.

Thiago Dylan er mættur til Íslands og verður væntanlega kominn með leikheimild gegn KV í annarri umferð Mjólkurbikarsins sem fram fer 23. apríl næstkomandi.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður Thiago Dylan Ceijas velkominn til félagsins.

Thiago Dylan Ceijas og Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur.