Kvennalið Grindavíkur heimsótti Stykkishólm um helgina þar sem leikið var um titilinn „Meistari meistaranna“. Liðin höfðu mæst í Grindavík fyrir skömmu í Lengjubikarnum þar sem Grindavík vann sigur í miklum spennuleik. Það var allt annað uppi á teningnum sem í þessum leik sem varð aldrei spennandi og Snæfellskonur fóru að lokum með yfirburðasigur af hólmi, 79-45. Nú er uppitunarleikjum fyrir tímabilið …
Fimleikanámskeið fyrir 3-5 ára
Fimmtudaginn 15. október ætlum við að byrja með 6 vikna fimleikanámskeið fyrir 3-5 ára leikskólakrakka. Námskeiðið byrjar kl 17:15 og stendur til 18:00. Verð fyrir 6 vikna námskeið er 6000 kr og fer skráning fram í gegnum Nóra kerfið.Kveðja Fimleikadeild Grindavíkur
Stórt júdómót í Grindavík
Stórt og mikið júdómót fer fram í íþróttamiðstöðinni í Grindavík á laugardaginn. Mótið hefst kl. 11:00 í aldursflokkum U13 (11-12 ára) og U15 (13-14 ára) og lýkur um kl 13:00 og hefst þá keppni í aldursflokkum U18 (15-17 ára) og U21 árs (15-20 ára). Grindvíkingar munu eiga þar vaska sveit á meðal þátttakenda og eru Grindvíkingar hvattir til þess að …
Hector Harold sendur heim
Lið Grindavíkur í Dominosdeild karla er án erlends leikmanns þessa dagana, en Hector Harold fékk reisupassann núna fyrir helgi. Hector sem er léttur framherji að upplagi var fengin til Grindavíkur til að leysa stöðu miðherja en sú tilraun gekk ekki upp. Í þeim þremur leikjum sem hann lék með Grindavík í Lengjubikarnum var hann aðeins með 8 stig að meðaltali …
Grindvíkingar semja við framherjann Eric Wise
Eins og við greindum frá í morgun var hinn bandaríski Hector Harold leystur frá störfum hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur í körfubolta núna á föstudaginn. Grindvíkingar sátu þó ekki með hendur í skauti og hófu strax leit að nýjum leikmanni og hafa nú þegar samið við nýjan leikmann, Eric Wise að nafni. Eric, sem er Bandaríkjamaður fæddur árið 1990 og lék áður …
Staða þjálfara meistaraflokks kvenna í knattspyrnu laus til umsóknar
Kvennaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna fyrir komandi tímabil. Lið Grindavíkur náði ótrúlega góðum árangri á liðnu sumri þar sem þær töpuðu ekki leik í deildinni og voru hársbreidd frá því að fara upp í úrvalsdeild. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á glpalsson@simnet.is.
Herrakvöld körfunnar er á föstudaginn
Næstkomandi föstudagskvöld verður herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG haldið með pomp og prakt í Gjánni í nýja íþróttamannvirkinu. Dagskráin er glæsileg að vanda og miðaverðinu stillt í hóf. Frábær matur og frábær skemmtun sem enginn karlmaður ætti að láta framhjá sér fara. Auglýsingu frá skipuleggjendum má sjá hér að neðan: Já kæri heimur.Herrakvöld körfunnar verður haldið föstudaginn næstkomandi eða 9. október …
Óli Stefán tekur við meistaraflokki karla í knattspyrnu
Í hinum stríða straumi frétta sem streymt hefur fram hér á síðunni síðustu daga er ein stórfrétt sem gleymdist að greina frá en það eru þjálfaraskipti hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Grindavík. Tommy Nielsen hefur lokið störfum fyrir félagið og mun Óli Stefán Flóventsson vera aðalþjálfari liðsins næsta sumar en þeir félagar voru saman með liðið í sumar. Reynsluboltinn …
Daníel Leó valinn í U21 landsliðið
Grindvíkingurinn, og leikmaður Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, Daníel Leó Grétarsson, hefur verið valinn í 20 manna hóp fyrir leiki við Úkraínu og Skotland í undankeppni EM2017. Íslenska liðið hefur farið vel af stað í sínum riðli og er í efsta sæti með 7 stig eftir 3 leiki. Leikirnir fara fram 8. og 13. október. Daníel á að baki 4 leiki með …
Alex Freyr Hilmarsson á reynslu hjá Malmö
Hornfirðingurinn knái, Alex Freyr Hilmarsson, sem leikið hefur með Grindavík undanfarin þrjú ár og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi knattspyrnudeildarinnar á dögunum, er um þessar mundir á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö. Fótbolti.net greindi frá: „Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður Grindavíkur, er þessa dagana á reynslu hjá Malmö í Svíþjóð. Alex mun æfa með Malmö næstu dagana og á …










