Jón Axel og Petrúnella íþróttafólk ársins 2015

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksfólkið Petrúnella Skúladóttir og Jón Axel Guðmundsson voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2015 við hátíðlega athöfn í Gjánni á gamlársdag. Petrúnella var lykilmaður í bikarmeistaraliði Grindavíkur síðasta vor og Jón Axel lykilmaður í U20 ára landsliði Íslands í körfubolta og hjá meistaraflokki Grindavíkur. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur …

Alex Freyr til Víkings

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hornfirðingurinn knái, Alex Freyr Hilmarsson, sem valinn var besti leikmaður Grindavíkur á liðnu sumri, mun leika í Pepsi deildinni á næsta tímabili en hann hefur samið við lið Víkings í Reykjavík. Fótbolti.net greindi frá vistarskiptunum, en Alex hefur verið mjög eftirsóttur eftir góða frammistöðu með Grindavík síðastliðið sumar og fór m.a. á reynslu hjá sænska liðinu Malmö í haust.  Alex …

Dósasöfnun meistaraflokks kvenna 3. janúar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Er allt fullt af flöskum og dósum eftir hátíðarnar? Nennirðu ekki að flokka og telja og fara með þær í endurvinnsluna? Ekki örvænta, því meistaraflokkur kvenna er til í að aðstoða þig! Sunnudaginn 3. janúar ætla stúlkurnar að ganga hér hús úr húsi og safna þeim flöskum sem fólk vill láta af hendi. Þessi söfnun er stór liður í fjáröflun …

Grindavík semur við Chuck Garcia

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa gengið frá samningum við nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Eric Wise af hólmi eftir áramót. Sá nýji heitir Chuck Garcia og er 27 ára kraftframherji, 208 cm á hæð og rétt rúm 100 kg samkvæmt nýjustu mælingum. Garcia lék á sínum tíma með Aron Broussard, fyrrum leikmanni Grindavík, í Seattle háskólanum, en hann hvarf frá námi og …

Hilmir, Hinrik og Jón Axel í U20 æfingahópnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Finnur Freyr Stefánsson hefur valið 28 manna æfingahóp fyrir U20 lið karla í körfubolta næsta sumar. Verkefnin eru Norðurlandamót 26. – 31. júní og svo Evrópumót 16. – 24.júlí. Grindvíkingar eiga þrjá fulltrúa í hópnum, þá Hilmi Kristjánsson, Hinrik Guðbjartsson og Jón Axel Guðmundsson. 28 manna æfingahópur er eftirfarandi í stafrófsröð: Bergþór Ægir Ríkharðsson – Fjölnir Breki Gylfason – Breiðablik …

Svekkjandi tap í Hólminum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik á árinu 2015 í gær þegar þær heimsóttu Snæfell í Stykkishólmi. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun en síðan sigu heimakonur hægt og bítandi fram úr og unnu að lokum nokkuð öruggan 16 stiga sigur, 78-62. Grindavík var með nánast fullskipað lið eftir meiðslahrinu. Helga og Petrúnella voru báðar með en Björg er þó enn …

Björn Steinar í þjálfarateymi meistaraflokks karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eins og við greindum frá á dögunum þurfti Guðmundur Bragason að segja starfi sínu sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla lausu á dögunum sökum anna í vinnu. Eftirmaður hans er fundinn og hefur þegar hafið störf en það er annar reynslubolti úr körfunni, Björn Steinar Brynjólfsson. Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í gær: Kæra stuðningsfólk. Eins og þið …

Firmamót knattspyrnudeildar UMFG og Eimskips

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Mótið er haldið af nýstofnuðu liði ÍG sem ætlar að spila í 4. deild næsta sumar. Leikið verður í íþróttahúsinu 30. desember. Leikið með battaboltafyrirkomulagi. Þátttökugjald er 30.000 kr á lið. Skráning á umfg@centrum.is eða í 866‐9305 og 859‐1130  

Kanalausir Grindvíkingar steinlágu gegn Stólunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkar tóku á móti Tindastólsmönnum í Dominos deild karla í gærkvöldi, en þetta var fyrsti leikur Grindavíkur eftir brotthvarf Eric Wise sem reynir nú fyrir sér í S-Kóreu. Leikmannaglugginn opnast ekki fyrr en á nýju ári sem þýðir að Grindvíkingar verða Kanalausir í síðasta leik ársins sem er útileikur gegn grönnum okkar í Njarðvík. Fréttaritari síðunnar var forfallaður á leiknum …

Dregið í 8-liða úrslit bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade bikarsins. Grindavík er ríkjandi bikarmeistari kvenna, en þær mæta Haukum hér á heimavelli. Karlalið fékk útileik í sinni viðureign, en þeir heimsækja Fjósið í Borgarnesi þar sem 1. deilarlið Skallgríms tekur á móti þeim.  8-liða úrslit karlaNjarðvík b – Keflavík ‪Þór Þorlákshöfn – HaukarSkallagrímur – GrindavíkHaukar b/KR – Njarðvík 8-liða úrslit kvenna …