22 stig frá Lalla dugðu ekki til sigurs

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar tóku á móti nýliðum FSu í Dominosdeild karla í gær, en okkar menn mættu til leiks með nokkuð lemstraðan hóp. Þeir Hilmir, Jóhann Árni og Páll Axel eru allir frá vegna meiðsla og þá lék liðið án erlends leikmanns en Chuck Garcia kom ekki til landsins fyrr en í morgun. Grindvíkingar höfðu unnið FSu tvisvar í vetur og gestirnir …

8-liða úrslit í bikarnum á sunnudag og mánudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistar Grindavíkur árið 2015 halda titilvörn sinni áfram núna á sunnudaginn þegar Haukar koma í heimsókn. Það er engum blöðum um það að fletta að Haukarnir eru með firnasterkt lið í ár en þær hafa aðeins tapað einum leik það sem af er vetri. Stelpurnar þurfa því á þínum stuðningi að halda á sunnudaginn en leikurinn hefst kl. 16:00. Á …

Körfuknattleiksdeildin með einstakar derhúfur til sölu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG er komin með derhúfur í sölu frá Been Pippn. Einungis 100 eintök voru framleidd og er hver og ein húfa númeruð að innan, frá 1 – 100. Húfurnar eru svokallaðar „snapback“ svo stærðin á þeim er stillanleg með smellum að aftan. Verðið er 6000kr. Frekari upplýsingar og pantanir í síma 775-2166. Fleiri myndir á Facebook.

Körfuknattleiksdeildin með einstakar derhúfur til sölu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG er komin með derhúfur í sölu frá Been Pippn. Einungis 100 eintök voru framleidd og er hver og ein húfa númeruð að innan, frá 1 – 100. Húfurnar eru svokallaðar „snapback“ svo stærðin á þeim er stillanleg með smellum að aftan. Verðið er 6000kr. Frekari upplýsingar og pantanir í síma 775-2166. Fleiri myndir á Facebook.

Grátlegt tap gegn Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur fóru aftur af stað eftir jólafrí í gær og við fyrstu sýn virtust þær ætla að fara af stað með trukki. Grindvíkingar létu þristunum rigna (8 í fyrsta leikhluta) og leiddu leikinn 45-34 í hálfleik. En í þriðja leikhluta gekk allt á afturfótunum og Keflvíkingar komust aftur inn í leikinn og leiddu fyrir lokaátökin, 57-62. Fjórði leikhluti var nokkuð …

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfurum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fimleikadeild UMFG auglýsir eftir þjálfurum til starfa hjá deildinni. Iðkendur eru um 90 á aldrinum 6-16 ára. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af fimleikum eða einhvern grunn í hreyfingu. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Rakel Lind formann deildarinnar á fimleikarumfg@gmail.com

Nágrannaslagur af bestu gerð í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Keppni í Domins-deild kvenna á nýju ári hefst í kvöld en þá mætast í Suðurnesjaglímu Grindavík og Keflavík og fer viðureign liðanna fram í Mustad-höllinni hér í Grindavík kl. 19:15. Grindavík er í 3. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík í 4. sæti með 10 stig. Keflavík vann fyrstu viðureign liðanna í deildinni 72-64 en þá mættust liðin á …

Lilja valin dugnaðarforkur fyrri hluta Dominosdeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú í hádeginu voru úrvalslið Dominos deildanna á fyrri hluta keppnistímabilsins 2015-2016 kynnt. Grindvíkingar nældu þar í ein verðlaun en Lilja Ósk Sigmarsdóttir var valin „Dugnaðarforkurinn“ í Dominosdeild kvenna. Lilja er vel að titlinum komin en hún hefur drifið félaga sína áfram trekk í trekk í vetur og oftar en ekki leitt liðið í fráköstum og baráttu inná vellinum. Til …

Stelpurnar taka á móti flöskum og dósum í Endurvinnslunni í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Enn geta þeir sem vilja styrkja kvennaliðið okkar í körfunni látið þær hafa dósir og flöskur sem ekki náðist að taka í gær þegar gengið var í hús og safna. Þeir sem vilja geta farið með flöskur og dósir í Endurvinnslumóttökuna hjá Sigga í dag á milli 17 og 18:30 og þurfa bara að taka fram að þetta eigi að …

Flatfiskur og Bryggjan sigurvegarar firmamóts UMFG og Eimskipa

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þann 30. desember síðastliðinn var árlegt jólafirmamót UMFG endurvakið en mótið í ár var í umsjón ÍG, en nýstofnað lið þeirra hefur skráð sig til leiks í 4. deildinni í sumar. Mótið var hið veglegasta en alls voru 20 lið skráð til leiks, 16 karlalið og 4 kvenna. Í karlaflokknum var Flatfiskur sem fór með sigur af hólmi en Jaxlarnir …