Bikarslagur gegn KR í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í gær tryggðu stelpurnar sig í úrslitaleik Powerade bikarsins. Nú er komið að strákunum að fylgja þeim eftir. Þeir mæta KR í kvöld í Mustad höllinni og nú ríður á að mæta gul og glöð í stúkuna og hvetja strákana okkar áfram í úrslit. Leikurinn hefst kl. 19:15 Áfram Grindavík!

Sigur í baráttuleik gegn ÍR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar tóku á móti ÍR í gær í Dominosdeild karla í leik sem varð alltof spennandi en okkar menn höfðu að lokum sigur, 86-82. Okkar menn færast því skrefi nær úrslitakeppninni en á mánudaginn bíður þeirra erfiður bikarleikur gegn KR og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna og fylla Mustad höllina. Fréttaritari síðunnar var á leiknum og skrifaði umfjöllun sem …

Öruggur heimasigur gegn Hamri í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Hamri í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi. Stelpurnar voru eflaust staðráðnar í að rífa sig uppúr taphrinu í deildinni og nú var lag. Hamar var aðeins með einn sigur í deildinni fyrir gærkvöldið og síðast þegar liðin mættust kjöldrógu Grindavíkurkonur gestina, 102-48. Leikurinn í kvöld varð þó öllu jafnari en Grindavík vann að lokum nokkuð þægilegan sigur, …

Tvö töp á nýju ári

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Baráttan um sæti í úrslitakeppni Dominosdeildar kvenna er hörð þetta tímabilið, enda sjö lið að keppast um fjögur sæti. Baráttan hefur ekki farið nógu vel af stað hjá okkar konum á nýju ári, þrátt fyrir glæsilegan sigur á Haukum í bikarnum, en liðið hefur tapað báðum leikjum ársins og fjórum leikjum í röð í deildinni. Eftir tap gegn Val í …

Sigur í framlengdum leik á Egilsstöðum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar lögðu land undir fót og héldu til Egilsstaða í gær til að leika gegn nýliðum Hattar. Hattarmenn hafa farið frekar illa af stað í deildinni en unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Njarðvíkingum. Grindvíkingar eru að stilla saman strengi með nýjum erlendum leikmanni og þá eru nokkrir leikmenn meiddir, og því mátti búast við hörkuleik sem varð …

Skallagrímsmenn afgreiddir í Fjósinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar gerðu góða ferð í Borgarnes í gær þegar þeir lögðu Skallagrím að velli í Powerade bikarnum. Grindavík er því komið í 4-liða úrslit þar sem þeir mæta KR á heimavelli. Grindavík lagði grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta sem vannst 31-17. Chuck Garcia átti góðan leik í frumrauns inni með liðinu, var stigahæstur með 27 stig og gaf einnig …

Stjarnan og KR næstu andstæðingar í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í 4-liða úrslit í Powerade bikarnum í hádeginu í dag, en bæði karla- og kvennalið Grindavíkur voru í pottinum. Bæði lið fá heimaleik en leikið verður dagana 23.-25. janúar. Bikarmeistarar Grindavíkur mæta Stjörnunni kvennamegin en karlamegin koma Íslands- og deildarmeistarar KR í heimsókn. Tvær hörkuviðeignir framundan og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikina og styðja okkar …

Grindavíkursigur í rafmögnuðum bikarleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistarar Grindavíkur tóku á móti toppliði Hauka í Powerade-bikar kvenna í gær í alveg hreint rafmögnuðum leik sem var æsispennandi fram á síðustu sekúndu. Grindavík fór að lokum með sigur af hólmi, 65-63, en Haukar fengu tvö tækifæri til að vinna leikinn í lokin. Grindavík er því komið áfram í 4-liða úrslit ásamt Keflavík, Snæfelli og Stjörnunni. Fréttaritari síðunnar var …

Frumraun Chuck Garcia í bikarnum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karlalið Grindavíkur heimsækir Borgarnes í kvöld þar sem þeir leika gegn Skallagrímsmönnum í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins. Grindvíkingar mæta með nýjan leikmann til leiks sem þreytir frumraun sína á Íslandi í kvöld en það er framherjinn Chuck Garcia sem gekk til liðs við Grindavík á dögunum. Chuck er stór og stæðilegur framherji, um 208 cm á hæð og eins og …

Guðmundur Valur tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi sumar. Reynsluboltinn Guðmundur Valur Sigurðsson mun þjálfa liðið og stýrði sinni fyrstu æfingu í morgun. Guðmundur Valur hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun um árabil og mun vonandi ná að miðla reynslu sinni til leikmanna og hjálpa þeim við að stíga skrefið til fulls sem þarf til að ná …