Stjarnan og KR næstu andstæðingar í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í 4-liða úrslit í Powerade bikarnum í hádeginu í dag, en bæði karla- og kvennalið Grindavíkur voru í pottinum. Bæði lið fá heimaleik en leikið verður dagana 23.-25. janúar. Bikarmeistarar Grindavíkur mæta Stjörnunni kvennamegin en karlamegin koma Íslands- og deildarmeistarar KR í heimsókn. Tvær hörkuviðeignir framundan og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikina og styðja okkar fólk til sigurs.