Hjörleifur Bragason valinn besti liðsfélaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Lokahóf íþróttafélagsins Nes var haldið í Njarðvík í fyrrakvöld. Grindvíkingurinn Hjörleifur Bragason var það valinn besti liðsfélaginn í fótbolta eldri. Við óskum Hjörleifi til hamingju með þessa viðurkenningu!

Bikardraumurinn úti þetta árið hjá strákunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar geta nú einbeitt sér af fullum krafti að toppbaráttunni í Pepsi-deild karla en þeir töpuðu í gær fyrir Leikni á útivelli í 16-liða úrslitum Borgunarbikarins. Hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í venjulegum leiktíma en staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Staðan var óbreytt eftir 120 mínútur og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar var heppnin með …

Hreyfivikuhjólatúr hjólareiðadeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hinn árlegi Hreyfivikuhjólatúr Hjólareiðadeildar UMFG verður í kvöld, miðvikudaginn 31. maí, kl 20:00. Þetta er túr sem allir geta komið með í og á allskonar hjólum og þú ert sérstaklega velkomin/n. Lagt verður af stað frá sundlauginni við Austurveg.

Grindvíkingar fyrstir til að leggja Val í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar færðu Valsmönnum fyrsta tap þeirra í sumar á Grindavíkurvelli í gær, en Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Grindavíkur. Andri hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum og er kominn með 5 mörk. Eftir þennan sigur er Grindavík í 3. sæti deildarinnar með 10 stig þegar 5 umferðir eru að baki. Fótbolti.net var …

Skráning hafin á Bacalao mótið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Laugardaginn 10. júní verður hið árlega Bacalaomót haldið á Grindavíkurvelli og skemmtun um kvöldið í Gjánni. Skráning er hafin á https://www.bacalaomotid.is Um kvöldið verður sannkölluð saltfiskveisla þar sem Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson halda uppi fjörinu ásamt Bjartmari Guðlaugssyni

Andri Rúnar Bjarnason leikmaður 4. umferðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Andri Rúnar Bjarnason var valinn besti leikmaður 4. umferðar Pepsi-deildar karla af vefmiðlinum Fótbolta.net en Andri skoraði þrennu í sigri Grindavíkur á ÍA á mánudaginn. Við birtum hér að neðan umfjöllun Fótbolta.net og viðtal: „Ég held að ég geti sagt að þessi leikur sé klárlega þarna uppi með bestu leikjum ferilsins. Ég hef kannski átt einhverja betri yfir heildina en …

Stuðningsmannakvöld GG í Gjánni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnufélagið GG heldur stuðningsmannakvöld í Gjánni í kvöld, miðvikudaginn 24. maí. Húsið opnar kl. 19:00 og er frítt inn. Veislustjóri er enginn annar en sjálfur Gauti Dagbjartsson. Seldir verða hamborgarar á lágu verði og einnig verður happadrætti og þá verður úrslitaleikur Evrópudeildarinnar sýndur á breiðtjaldi.

Grindavík lagði ÍA á Akranesi – Andri Rúnar með þrennu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík gerði góða ferð uppá Skipaskaga í gær í Pepsi-deild karla, þar sem strákarnir lögðu ÍA í miklum markaleik, lokatölur 2-3. Andri Rúnar Bjarnason skoraði öll mörk Grindavíkur og hefði hæglega getað sett tvö enn. Andri í fanta formi í upphafi sumars og vonandi er þetta aðeins upphitun fyrir það sem koma skal hjá kappanum. Myndasafn: Fótbolti.net Viðtöl: Fótbolti.net Textalýsing: …

Lokahóf yngri flokka á miðvikudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Íþróttahúsinu miðvikudaginn 24. maí. Lokahófið verður tvískipt í ár, 1.-4.bekkur byrjar kl 17:00 og lokahóf eldri iðkenda byrjar kl 17:30. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi …

Kótilettukvöld sunddeildar UMFG annað kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Laugardagskvöldið 20. maí mun sunddeild UMFG standa fyrir kótilettukvöldi í Gjánni, frá kl. 18:00-20:00. Boðið verður uppá kótilettur í raspi eins og amma gerði þær. Meðlætið er í boði Issa. Verðið er aðeins 4. 000 kr. á mann. Einnig verður boðið upp á heimsendingar. Einn skammtur er 5 stk kótilettur brúnaðarkartöflur grænarbaunir, rauðkál, smá feiti og rabbarasulta. Gos verður í …