Grindavík tryggði sér Lengjubikarinn í dag eftir verulega spennuþrungnar lokamínútur og urðu lokatölur 75-74 fyrir Grindavík. Annar titill tímabilsins því í húsi og ennþá eru þrír eftir til að seilast í! Paxel sóknargúrú var í borgaralegum klæðnaði og tók því ekki þátt í leiknum nema til að segja dómurum leiksins til þegar honum þótti ástæða til og að mínu mati …
Úrslit í Lengjubikar á móti Keflavík
Grindavík tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í gær í DHL-höll KR-inga. Mótherjinn í úrslitaleiknum verður Keflavík og fer leikurinn fram á sama stað og hefst kl. 16:00 Sigurinn á móti ÞorlákshafnarÞórsurum var athyglisverður. Eftir nokkura mínúta leik sýndist mér stefna í sömu rassskellingu og við veittum KR-ingum á sama stað fyrir rúmri viku. …
Góður sigur hjá stelpunum á Skallagrími
Stelpurnar í 1. deild kvenna í körfubolta spiluðu í gær sinn sjötta leik í 1. deild kvenna . Í þetta sinn var það Skallagrímur úr Borganesi sem var í heimsókn í Röstinni. Leikurinn fór vel af stað og var mikil grimmd í Grindavíkurliðinu. Góð vörn og mikil ákefð einkenndi leik liðsins og margar auðveldar körfur fylgdu í kjölfarið. Ingibjörg Sigurðardóttir kom …
Lengjubikarinn um helgina
Fyrsti alvöru titill tímabilsins er í húfi um helgina, sjálfur fyrirtækjabikarinn sem þetta árið heitir Lengjubikarinn. Vissulega var flott að verða meistari meistaranna í byrjun leiktíðar eftir sigur á KR en Lengjubikarinn er keppni sem 16 bestu lið landsins taka þátt í og verður hún leidd til lykta í DHL-höll þeirra KR-inga í Vesturbænum. Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum …
Góður sigur á Skallagrím
Stelpurnar spiluðu ú gær sinn sjötta leik í 1. deild kvenna . Í þetta sinn var það Skallagrímur úr Borganesisem var í heimsókn í Röstinni. margar auðveldar körfur fylgdu í kjölfarið. Ingibjörg Sigurðardóttir kom mjög sterk af bekknum og er aðstimpla sig rækilega inn á sínu fyrsta ári í meistaraflokki. Um miðjan síðari hálfleik skipti Skallagrímur yfir í 3-2 svæðisvörn …
Helgi Jónas góður í því að fela púlið
Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði eftirminnilega sigurkörfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri. „Við …
Jólasýning fimleikadeildarinnar á laugardaginn
Jólasýning fimleikadeildar UMFG verður haldin LAUGARDAGINN 3. DESEMBER. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 13:00 og stendur til 14:30. Íþróttahúsið opnar fyrir gesti kl. 12.30. Miðaverð er: 1000 kr. fyrir fullorðna.250 kr. fyrir 6 – 16 ára.Frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Sjoppa verður á staðnum.(A.t.h. að við höfum ekki posa til að taka við greiðslum) …
Sigur á Haukum
Grindavík tók á móti Haukum í Lengjubikarnum í gærkveldi. Sigurinn var nokkuð öruggur, 97-71. Í fyrsta leikhluta var jafn á liðunum en undir lok hans tók Grindavík forystu og bætti í það sem eftir lifði leiks. Enn og aftur er það feiknaöflug breidd sem skóp sigurinn, 11 menn skoruðu og þeir leikmenn sem lítið hafa fengið að spila fengu …
Orri Freyr Hjaltalín genginn í raðir Þórs
Grindavík og Þór hafa komist að samkomulagi og mun Orri Freyr því leika með sínu uppeldisfélagi næsta sumar. Orri hefur leikið 141 leik fyrir Grindavík eftir að hann kom frá Þór 2003 og hefur spilað flestar stöður á vellinum. Síðustu ár hefur hann borið fyrirliðabandið og fær það hlutverk að koma Þórsurum aftur upp í efstu deild eftir að hafa …
Beltakröfur fyrir Taekwondo
Beltakröfur taekwondo má sjá hér Beltakröfur taekwondo má sjá hér http://keflavik.is/TaeKwondo/Beltakr%C3%B6fur/