Deildarmeistarar??

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík getur tryggt sér Deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á tvöföldum meisturum síðasta árs, KR. Leikurinn fer fram í Röst okkar Grindvíkinga og hefst kl. 19:15. Þótt Deildarmeistaratitilinn verði tryggður í kvöld þá verður hann ekki afhentur en við fáum að sjá titil í kvöld því 9. flokkur karla varð bikarmeistari um síðustu helgi og verða drengirnir hylltir á leiknum …

Deildarmeistarar – ekkert spurningamerki!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Það þurfti ekki að setja nein spurningarmerki við pistil kvöldsins, Grindvíkingar eru orðnir DEILDARMEISTARAR! Þetta varð staðreynd eftir seiglusigur á KR á heimavelli í kvöld en lokatölur urðu 87 – 85.   Leikurinn var í járnum allan tímann og munaði aldrei miklu en lokamínúturnar voru okkar en í stöðunni 81-84 fyrir KR setti besti leikmaður Grindavíkur í kvöld, Giordan Watson …

Erla á palli á vormóti Fjölnis

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Vormót Fjölnis er haldið um helgina í Laugardalslaug keppt er í 50 m laug Erla Sif Arnardóttir lenti í 3. sæti af 48 keppendum í 50 m bringu. Okkar fólki gekk vel á mótinu í dag og þó nokkrir voru að bæta sína tíma og er Magnús Már Jakobsson þjálfari sunddeildar UMFG ánægður með framkvæmd mótsins og sáttur við árangur …

Þrír Grindvíkingar í yngri landsliðunum í körfubolta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

KKÍ hefur tilkynnt landsliðshópa yngri landsliða í körfubolta sem fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð. Þrír Grindvíkingar verða þar í eldlínunni. Íþróttakona Grindavíkur 2011, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, hefur verið valin í U-18 liðið og Hilmar Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson í U-16 lið karla.

Þrír Grindvíkingar á leiðinni til Svíþjóðar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

KKÍ hefur tilkynnt landsliðshópa yngri landsliða sem fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð Íþróttakona Grindavíkur 2011, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, hefur verið valin í U-18 liðið og Hilmar Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson í U-16 lið karla. Þjálfari U-18 kvenna er Jón Halldór Eðvaldsson en Snorri Örn Arnaldsson stýrir U-16 karla. Mótið fer fram í maí. Eftirfarandi leikmenn fara til Svíþjóðar:Liðin …

9. flokkur bikarmeistari

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bikarúrslit yngri flokka í körfuknattleik fóru fram um helgina og voru tveir flokkar í Grindavík í sviðsljósinu Í morgun varð 9. flokkur drengja í Grindavík bikarmeistari en stelpurnar í 10. flokki töpuðu fyrir Keflavík. Úrslitaleikur Grindavíkur og Keflavíkur í 9. flokki drengja var skemmtilegur. Grindavík stýrði leiknum frá upphafi til enda en Keflavík var þó aldrei langt undan. Sérstök dómnefnd …

Grindavík bikarmeistari í 9.fl drengja

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bikarúrslit yngri flokka í körfuknattleik standa yfir í Vodafone höllinni um helgina.  Í morgun varð 9. flokkur drengja bikarmeistarar. Úrslitaleikurinn var gegn Keflavík klukkan 10:30 í morgun. Leiknum lauk 60-54 fyrir Grindavík og fengu því bikarinn afhentann.  Umfjöllun um leikinn má finna á vef karfan.is Við óskum þeim til hamingju með góðan árangur. Keflavík og Grindavík áttust einnig í úrslitum …

Jafnt gegn Leikni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Annar leikur Grindavíkur í Lengjubikarnum fór fram í gær í Egilshöll þegar þeir mættu Leikni frá Reykjavík Fyrsti leikurinn Lengjubikarnum fór 0-0 er þeir mættu FH.  Leikurinn í gær endaði einnig í jafntefli þar sem bæði lið skoruðu sitt hvort markið.  Mark Grindavíkur skoraði Tomi Ameobi á 16. mínútu en fyrrum leikmaður Grindavíkur, Andri Steinn Birgisson, jafnaði leikinn á 34. …

Páll Axel afgreiddi Hauka

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það þurfti tvíframlengdan leik og hetjulega frammistöðu frá reynsluboltanum Páli Axel Vilbergssyni til þess að landa sigri gegn botnliði Hauka sem er undir stjórn Grindvíkingsins Péturs Guðmundssonar. Það var mikil spenna í leik Hauka og Grindavíkur í Hafnarfirði, sérstaklega á lokamínútum fjórða leikhluta og í framlengingunum. Svo fór að Grindavík vann ótrúlegan sigur eftir að Haukar fóru afar illa að …

Sigur í tvíframlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lærisveinar Helga Jónasar lögðu lærisveina Péturs í æsispennandi leik í Hafnarfirði í gær. Grindavík komst yfir 6-0 en Haukar svöruðu með þremur þriggja stiga.  Heimamenn tóku aftur forystuna og héldu henni langt fram að hálfleik.  Okkar menn komu þó til baka undir lok annars leikhluta og Jóhann kom Grindavík yfir 42-40 rétt áður en annar leikhluti var búinn. Undir lok …