Erla á palli á vormóti Fjölnis

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Vormót Fjölnis er haldið um helgina í Laugardalslaug keppt er í 50 m laug

Erla Sif Arnardóttir lenti í 3. sæti af 48 keppendum í 50 m bringu.

Okkar fólki gekk vel á mótinu í dag og þó nokkrir voru að bæta sína tíma og er Magnús Már Jakobsson þjálfari sunddeildar UMFG ánægður með framkvæmd mótsins og sáttur við árangur okkar fólks.

Mótið heldur áfram á morgun og hefst kl 09:00 í fyrramálið.