Hið sívinsæla firmamót GG var á sínum stað á milli jóla og nýárs. Tólf lið voru skráð til leiks í tveimur riðlum, en að lokum var það lið Grindarinnar sem bar sigur úr býtum eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Vísi þar sem sigurmarkið kom í blálokin, lokatölur 4-3. Fleiri myndir frá mótinu má sjá á Facebook-síðu mótsins en Andri Páll Sigurðsson …
Aron Jóhannsson til Grindavíkur
Grindvíkingar hafa fengið til sín nýjan leikmann fyrir komandi baráttu í Pepsi-deildinni í sumar, en það er miðjumaðurinn Aron Jóhannsson sem kemur til liðsins frá Haukum. Aron skrifaði undir 3 ára samning við liðið, en hann er fæddur árið 1994 og hefur leikið bæði með U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Frétt fótbolta.net um félagaskiptin: Grindavík hefur fengið miðjumanninn Aron …
Stelpurnar töpuðu gegn Hamri á útivelli
Stelpurnar áttu ekki góða ferð austur í Hveragerði á laugardaginn þegar þær töpuðu gegn Hamarsstúlkum, 64-57. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en í lokaleikhlutanum lentu okkar konur í miklum villuvandræðum og töpuðu að lokum leikhlutanum með 8 stigum og leiknum með 7. Grindvíkingar léku án Angelu Rodriguez sem meiddist á æfingu og þá er Ólöf Rún Óladóttir einnig frá …
Grindavík rúllaði yfir Þórsara í endurkomu Bullock
Íslenskir körfuknattleiksunnendur biðu eflaust margir með öndina í hálsinum eftir leik Grindavíkur og Þórs Þorlákshöfn á föstudaginn. Tilefnið var endurkoma hins bandaríska J’Nathan Bullock í íslenskan körfubolta en hann lék síðast með Grindavík vorið 2012, og hefur síðan þá átt farsælan atvinnumannaferil víða um heim. Ekki reyndi þó mikið á Bullock í þessum leik sem varð algjör einstefna af hendi …
Ólafur Ragnar Sigurðsson stuðningsmaður ársins 2017
Undanfarin ár hefur sú hefð skapast samhliða því að veittar eru viðurkenningar fyrir íþróttafólk ársins að stuðningsmaður ársins er útnefndur. Stuðningsmaður ársins 2017 er Ólafur Ragnar Sigurðsson, og óskum við honum til hamingju með nafnbótina jafnframt því sem við þökkum honum kærlega fyrir stuðninginn í gegnum árin. Eftirfarandi umsögn um Óla var lesin um leið og verðlaunin voru afhent: „Hann …
Dósasöfnun meistaraflokks kvenna með breyttu sniði
Hin árlega dósasöfnun meistaraflokks kvenna í körfubolta, sem alla jafna hefur farið fram strax á nýju ári, frestast að þessu sinni vegna veðurs. Þar sem margir munu eflaust vilja losa sig við dósir og flöskur sem söfnuðust upp núna um hátíðirnar vill liðið koma þeirri ábendingu á framfæri að hægt er að láta ágóðann renna beint til þeirra í flöskumóttökunni …
Óskilamunir í íþróttamiðstöðinni á leið í Rauða krossinn
Óskilamunir í íþróttamiðstöðinni hafa nú legið frammi síðan fyrir jól, og enn er töluvert af ósóttum fatnaði sem enginn hefur vitjað. Óskilamunirnir munu liggja frammi í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar fram að helgi, en það sem verður ósótt þá verður gefið í Rauða krossinn.
Dröfn og Ólafur íþróttafólk ársins 2017
Dröfn Einarsdóttir og Ólafur Ólafsson voru í dag kjörin íþróttafólk ársins 2017 í Grindavík, við hátíðlega athöfn í Gjánni. Dröfn er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, en hún lék 21 leik í deild og bikar í sumar og hefur verið fastamaður í U17 og U19 landsliðum Íslands. Ólafur var einn af burðarásum Grindavíkurliðsins sem fór alla leið í …
Firmamót Eimskips og GG á morgun, skráningu lýkur í dag
Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið föstudaginn 29. desember í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG. Leikið er með battaboltafyrirkomulagi. Verðlaunað er fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann. Skráningu lýkur í dag og dregið verður í riðla í kvöld. Þátttökugjald er 35.000 kr. á lið. …
Kjör á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur 2017
Kjörið á íþróttamanni og íþróttakonu Grindavíkur fyrir árið 2017 fer fram í Gjánni á gamlársdag kl. 13:00. Einnig verða veittar viðurkenningar til einstaklinga fyrir Íslandsmeistaratitla, fyrsta landsleik auk sérstakra hvatningarverðlauna sem veitt eru ungum og efnilegum íþróttamönnum Grindavíkur. Jafnframt verða ýmis önnur verðlaun afhent. Allir velkomnir. Með kærri kveðju, Sigurður Enoksson, formaður UMFG Þórunn Alda Gylfadóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar …