Stelpurnar töpuðu gegn Hamri á útivelli

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar áttu ekki góða ferð austur í Hveragerði á laugardaginn þegar þær töpuðu gegn Hamarsstúlkum, 64-57. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en í lokaleikhlutanum lentu okkar konur í miklum villuvandræðum og töpuðu að lokum leikhlutanum með 8 stigum og leiknum með 7.

Grindvíkingar léku án Angelu Rodriguez sem meiddist á æfingu og þá er Ólöf Rún Óladóttir einnig frá vegna meiðsla. Halla Emilía Garðsdóttir var lang stigahæst Grindvíkinga með 23 stig en næst kom Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 14 stig.

Næsti leikur Grindavíkur er útileikur gegn Ármanni á þriðjudaginn.

Tölfræði leiksins.