Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur Páll Axel Vilbergsson, Paxel, ákveðið að söðla um og skipta um félag. Skallagrímur datt í lukkupottinn en Paxel hefur áður gert garðinn frægan í nesinu eins og hann kallar staðinn, n.t. seinni part tímabilsins 1997-1998. Ég man eftir því þegar hann mætti með Borgnesingum og vann okkur næstum því einn en það …
Nágrannaslagur í kvöld
Í kvöld fer fram leikur Grindavíkur og Keflavík á Nettó vellinum og hefst hann klukkan 19:15 Liðin hafa mæst tvisvar í sumar og sýndi Grindavíkurliðið tvær gjörólíkar hliðar í leikjunum. Leikurinn er í deildinni hér heima þann 10.maí var afleiddur sem endaði með 4-0 sigri Keflavíkur. Bikarleikurinn 6. júní var hinsvegar á allt öðrum nótum. Liðið sýndi þar góða baráttu …
BÍ/Bolungarvík 0 – Grindavík 1
Grindavík klifrar upp deildina, 1.deild – riðil B, með góðum sigri á Torfnesvelli. BÍ/Bolungarvík tók á móti Grindavík á laugardaginn og sigraði Grindavík leikinn 1-0 í tíundu umferð mótsins. Hægt er að sjá myndband frá leiknum á vef bb.is Ferðalögin virðast þjappa liðinu saman því leikur á hinum enda landsins, gegn Völsung á Húsavík, endaði einnig með sigri Grindavíkur í …
Keflavík 2 – Grindavík
Grindavík missti af stigi undir lok leiks þegar Keflavík tryggði sér sigurinn á 88. mínútu í þrettándu umferð Pepsi deild karla í kvöld. Bæði Ólafur Örn og Alexander voru fjarverandi í kvöld ásamt því að Pape og Ameobi voru á bekknum. Byrjunarliðið var þannig skipað:Óskar, Eklund, Ondo, Björn Berg, Ray, Matthías, Hafþór, Markó, Scotty, Magnús og Iain Williamson í sínum …
Nýr danskur framherji – Óvissa með Ameobi
Jimmy Mayasi, 25 ára framherji frá Danmörku, er þessa dagana á reynslu með knattspyrnuliði Grindavíkur. Mayasi, sem á ættir að rekja til Kongó, var síðast á mála hjá Tarxien Rainbows á Möltu þar sem hann skoraði fjögur mörk í sextán leikjum. Áður var Mayasi á mála hjá Skive og AC Horsens í danska boltanum. Töluverð meiðsli eru í herbúðum Grindvíkinga. Tomi …
Formlegt opnunarmót GG á laugardaginn
Laugardaginn 28. júlí verður formlegt opnunarmót 18 holu vallarins á Húsatóftavelli í Grindavík. Um leið og stækkunin varð að veruleika, tóku Grindvíkingar í notkun nýjan og glæsilegan golfskála sem getur hýst allt að 100 manns í sæti. Það er því með mikilli gleði að Golfklúbbur Grindavíkur er þar með kominn í flokk með stærri klúbbum landsins með því að geta …
Rástímaskráning á netinu – skylda að skrá sig
Í gær, 24. júlí, tók í gildi rástímaskráning á Húsatóftavelli. Skylda er að skrá sig áður en leikið er á vellinum. Félagsmenn GG hafa nú 3 daga til að skrá sig á rástíma en gestir frá öðrum klúbbum 1 dag til skráningar. Með þessu móti auðveldar það gestum að bóka rástíma og eru þ.a.l. öruggir um að fá tíma áður …
Paul McShane til Aftureldingar
Knattspyrnukappinn Paul McShane, sem gerði starfslokasamning við Grindavík í síðustu viku, samdi í gærkvöld við 2. deildarlið Aftureldingar og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils. McShane hefur leikið lengst af sínum ferli með Grindavík síðan hann kom fyrst til landsins árið 1998. Hann hefur einnig spilað með Fram og Keflavík á ferlinum. McShane er 34 ára gamall …
Nýjar myndir
Myndasafni umfg.is barst mikill fengur í gær þar sem Sólný Pálsdóttir kom með margar góðar myndir af yngri flokkum. Eru þetta nýjar myndir af 5.flokki drengja sem tók þátt í N1 mótinu fyrr í mánuðinum og myndir af 3 og 6 flokki drengja í fyrra. Myndirnar má nálgast á http://www.facebook.com/umfgrindavik/photos Þau sem eiga fleiri myndir tengdar UMFG geta sent þær á …
Tap gegn sterku liði FH
Grindavík tapaði fyrir FH 1-0 á Grindavíkurvelli í Pepsideild karla fyrir framan 627 áhorfendur. Eftir tapið situr Grindavík enn í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en FH er í 2. sæti með 23 stig. Leikurinn var frekar rólegur en Scott Ramsey átti besta færi Grindavíkur en skot hans var varið. Grindavík setti pressu á FH í seinni hálfleik án …