Ingibjörg með Grindavík á ný í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að draga körfuboltaskóna af hillunni og leika með Grindavík í 1. deild kvenna í vetur. Ingibjörg er reynslubolti í faginu, en hún hefur leikið bæði með Grindavík og Keflavík og þá lék hún einnig í Danmörku og á fjölmarga landsleiki að baki, bæði með A-landsliðinu sem og yngri landsliðum. Karfan.is greindi frá: Ingibjörg Jakobsdóttir með Grindavík …

Óli Stefán lætur af störfum í lok tímabilsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, sem þjálfað hefur meistaraflokk karla í knattspyrnu síðastliðin þrjú ár, mun láta af störfum í lok tímabilsins. Þetta tilkynnti stjórn deildarinnar í gær en nokkur umræða hefur skapast á síðustu dögum um framtíð Óla í starfi. Óli hefur unnið mikið og gott uppbyggingarstarf með skýra framtíðarsýn fyrir Grindavíkurliðið frá því að hann tók við liðinu í 1. …

Karfan.is leitar að blaðamönnum og ljósmyndurum í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Blundar ljósmyndari eða fréttaritari í þér? Karfan.is leitar að góðu fólki til þess að liðsinna við að dekka íslenskan körfubolta enda af nógu að taka. Hvort sem um er að ræða umfjöllun, viðtöl, myndir eða eitthvað allt annað þá vantar alltaf áhugasama einstaklinga. Fyrir komandi vetur er vöntun í allar stöður í Grindavík þar sem fréttaritarar síðustu ára eru flestir …

Grindavík og Breiðablik skildu jöfn í Kópavogi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sóttu eitt stig í Kópavoginn í Pepsi-deild karla í gær, en lokatölur leiksins urðu 1-1. Blikar komust yfir í fyrri hálfleik og voru töluvert sterkari framan en en tvöföld skipting Óla Stefáns í hálfleik breytti gangi leiksins töluvert. Útaf fóru Aron Jóhannsson og Matthías Örn Friðriksson og inn á komu Sito og Marinó Axel Helgason. Innkoma Sito í sóknina …

Æfingatöflur körfuknattleiksdeilda UMFG 2018-2019

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Æfingatöflur körfuknattleiksdeildar UMFG fyrir komandi vetur eru tilbúnar. Æfingarnar hefjast laugardaginn 1. september. Við biðjumst velvirðingar á því hversu seint töflurnar koma út, en þar spiluðu inn í hlutir sem við gátum ekki stjórnað.  1. og 2. bekkur stúlkur  Þriðjudaga 14:15-15:00 Fimmtudaga 14:15-15:00 Þjálfari Sandra Guðlaugsdóttir   1. og 2. bekkur drengir Þriðjudaga 14:00-14:45 Fimmtudaga 14:00-14:45 Þjálfari Erna Rún Magnúsdóttir   3. og …

Grindvíkingar steinlágu í Lautinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar gerðu ekki góða ferð í Árbæinn í gær þar sem þeir töpuðu illa gegn heimamönnum í Fylki, 3-1. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið, heimamenn að reyna að slíta sig frá fallbaráttunni og Grindvíkingar í þéttum pakka liða sem eru að berjast um Evrópsæti. Eftir þetta tap eru Grindvíkingarí 6. sæti, 6 stigum frá Evrópusætinu, og því verður …

Brött brekka og bullandi fallbaráttu framundan hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu sér ferð í Víkina í gær þar sem þær léku gegn sameinuðu liði Víkings og HK. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið sem berjast nú fyrir lífinu sínu í deildinni en fyrir leikinn var Grindavík með 10 stig og Víkingur/HK með 13. Það fór því miður svo að eftir leikinn er Grindavík áfram með 10 stig og …

Terrell Vinson til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkingar halda áfram að bæta í leikmannahópinn fyrir komandi átök í Domino's deild karla, en þriðji erlendi leikmaðurinn bættist í hópinn á dögunum. Um er að ræða þekkta stærð í íslenskum körfubolta, Bandaríkjamanninn Terrell Vinson, sem lék með Njarðvíkingum í fyrra. Karfan.is greindi frá: Grindavík hefur náð samkomulagi við Bandaríska leikmanninn Terrell Vinson um að leika með félaginu á komandi …

17 ára í U19 landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, hefur verið valinn í U19 ára landslið Íslands sem mætir Albaníu í tveimur vináttulandsleikjum í september. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari liðsins, tilkynnti liðið í gær. Sigurjón, sem er varnarmaður fæddur árið 2000, hefur komið sterkur inn í lið Grindavíkur í sumar og leikið 8 leiki með liðinu í Pepsi-deildinni. Frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli …

Tveir erlendir leikmenn semja við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG gekk á dögunum frá samningum við tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í vetur. Annars vegar við grískan bakvörð að nafni Michalis Liapis og hinsvegar við Jordy Kuiper sem er hollenskur miðherji og telur heila 206 cm. Michalis Liapis hefur leikið í Grikklandi og fór í gegnum allt unglingastaf PAOK þar í landi. Hann á að baki landsleiki með …