Hringdu ehf. og körfuknattleiksdeild UMFG sem gengu í samstarf á dögunum, munu bjóða stuðningsmönnum Grindavíkur upp á ÓKEYPIS hamborgara á Salthúsinu fyrir stór-oddaleikinn á móti Njarðvík á morgun, fimmtudag. Veislan hefst kl. 17:00 og mun Láki á Salthúsinu ásamt sínu frábæra starfsfólki, steikja hamborgara á meðan birgðir endast! Forsala á þennan stórleik hefst kl. 20:00 í kvöld hjá Ásu (Glæsivellir 9, …
Oddaleikur á skírdag
Grindavík og Njarðvík mætast í oddaleik á skírdag, fimmtudaginn 17. apríl, í undanúrslitarimmu liðanna eftir að Njarðvík jafnaði einvígið 2-2 með sigri í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ, 77-68. Hart var barist á kostnað gæðanna en í öðrum leikhluta voru Grindvíkingar mun öflugri og staðan í hálfleik 30-26, Grindavík í vil. Ótrúlega lágt skor í leiknum sem líklega hafði spennustigið eitthvað um …
Háspenna í Hópleiknum
Það er mikil spenna í hópleinum þegar tvær vikur eru eftir, GK36 fengu 12 rétta en voru með 13 rétta þangað til að það var komið fram yfir venjulegan leiktíma. Svona er staðan þegar tvær vikur eru eftir. Sæti Tipparar Vika 1 Vika 2 Vika 3 Vika 4 Vika 5 Vika 6 Vika 7 Vika 8 Vika 9 …
Leikur 4 í kvöld
Grindavík getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri í kvöld. KR hefur tryggt sér sæti en Grindavík er einum sigri frá sama takmarki. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 Tapið í fyrsta leik var góð áminning að það þarf að hafa fyrir hlutunum og hafa strákarnir spilað frábærlega eftir það. Ágætlega hefur gengið að spila í Ljónagryfjunni á þessu …
Það verður oddaleikur
Eftir tap í kvöld er ljóst að það þarf oddaleik til að skera úr hverjir mæta KR í úrslitum þetta árið. Leikurinn í kvöld var jafn frá fyrstu mínútu og allt þar til 2 mínútur voru til leiksloka þegar heimamenn juku við forskot og endaði leikurinn með sigri Njarðvík 77-68 Til að gera langa sögu stutta þá átti Grindavík slakan …
Grindavík 89 – Njarðvík 73
Grindavík er komið með yfirhöndina í einvígi Grindavíkur og Njarðvík í 4 liða úrslitum Dominosdeild karla. Liðið er því einum sigri frá því að komast í úrslitaviðureignina þriðja árið í röð. Lokatölur voru 89-73 þar sem Grindvík var megin hluta af leiknum með þægilegt 8-12 stiga forskot. Staðan í hálfleik var 43-35 sem var einkennilegt því maður hafði á tilfinningunni …
Grindavík – Njarðvík – Leikur 3
Þriðji leikur Grindavíkur og Njarðvík fer fram í kvöld. Athugið breyttan leiktíma en leikurinn byrjar klukkan 20:00 Allir alvöru körfuboltaunnendur vita að þetta einvígi er æsispennandi og staðan 1-1. Grindavík tapaði síðasta heimaleik sínum og strákarnir ætla ekki að láta það gerast aftur. Njarðvíkingar ætla að fjölmenna í Grindavík þannig að það þarf að taka á því ef við ætlum …
Golfmót til styrktar mfl kvenna í knattspyrnu
Laugardaginn 26.apríl fer fram styrktarmót fyrir meistaraflokk kvenna í knattspyrnu á stór glæsilegum 18 holu Húsatóftavelli. Það er Hérastubbur bakari sem heldur mótið sem verður með Texas Scramble fyrirkomulagi. Glæsileg verðlaun eru í boði og hvetjum við alla golfara að skrá sig og styðja stelpurnar í leiðinni. Skráning er á golf.is
Svona á að gera þetta!
Grindavík jafnaði einvígið við Njarðvík 1-1 eftir öruggan sigur í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í undanúrslitarimmu liðanna í körfubolta karla. Lokatölur 95-73 Grindavík í vil. Liðin mætast að nýju næsta föstudag í Röstinni. Það var snemma ljóst að Grindvíkingar ætluðu ekki að gefa tommu eftir. Þeir byrjuðu með flugeldasýningu og náðu 12 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta. Eftirleikurinn var í sjálfu …