Grindavík – Njarðvík – Leikur 3

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þriðji leikur Grindavíkur og Njarðvík fer fram í kvöld. Athugið breyttan leiktíma en leikurinn byrjar klukkan 20:00

Allir alvöru körfuboltaunnendur vita að þetta einvígi er æsispennandi og staðan 1-1. Grindavík tapaði síðasta heimaleik sínum og strákarnir ætla ekki að láta það gerast aftur.

Njarðvíkingar ætla að fjölmenna í Grindavík þannig að það þarf að taka á því ef við ætlum að vinna stúkuna í kvöld.

Láki í Salthúsinu verður með tilboð fyrir leikinn þannig að upplagt að byrja kvöldið þar.