Sumaræfingar körfunar hefjast formlega miðvikudaginn 11.júní. Það verður boðið uppá æfingar fyrir krakka frá 6 ára aldri og upp úr. Iðkendum er skipt í þrjá hópa eftir aldri. 1.-5.bekkur (þeir flokkar sem spila á mini körfur) 6.-9. bekkur og síðan 10.bekkur og eldri. Krökkunum verður skipt í hópa og því þurfa yngri ekkert að óttast þau séu að æfa með …
Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum
Grindavík tekur á móti HK/Víking í fyrsta heimaleik stelpnanna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er þriðji leikur Grindavíkurliðsins í sumar. Grindavík byrjaði á sigri á Hömrunum á Akureyri í fyrstu umferð en töpuðu svo fyrir Fjölni í annari umferð. Eins og fyrri ár hafa stelpurnar lagt metnað í auglýsingagerð eins og sést hér fyrir ofan. Veðurspáin fyrir kvöldið …
Tap gegn Víkingi Ólafsvík í gær
Grindvíkingar tóku á móti Víkingum frá Ólafsvík í gær, og óstaðfestar heimildir herma að þetta sé í fyrsta skipti sem þessi tvö lið mætast í deildarkeppninni. Það þarf a.m.k. að fara ansi langt aftur til að finna aðra slíka viðureign. Það er skemmst frá því að segja að gestirnir fóru með sigur af hólmi, 0-1, í fremur daufum leik. Grindvíkingar …
Knattspyrnuskóli UMFG, skráning stendur yfir!
Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. …
Grindavík – Víkingur Ólafsvík í kvöld
Grindavík tekur á móti Víking frá Ólafsvík í kvöld klukkan 20:00. Það er orðið kærkomið að sjá leik með strákunum því Grindavík hefur aðeins spilað tvo leiki í deildinni, tap gegn Leikni í fyrstu umferð og sigur á skagamönnum í annari umferð. Víkingur hefur spilað þrjá leiki þar sem þeir hafa unnið tvo og tapað einum. Ólafsvíkingar eru með sterkt …
Jón Axel bestur á Norðurlandamóti landsliða
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var kjörinn besti leikmaður Norðurlandamóts landsliða í körfubolta sem haldið var í Solna í Svíþjóð. Jón Axel sem leikur með U18 liði Íslands fór hamförum í mótinu og skoraði að meðaltali 29,3 stig í leik. Einnig var Grindvíkingurinn valinn í úrvalslið mótsins en fleiri Suðurnesjamenn urðu þess heiðurs aðnjótandi.
Knattspyrnuskóli UMFG og æfingatímar í sumar
Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. …
Víkingur – Grindavík í bikarnum
Grindavík og Víkingur mætast í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram á gervigrasinu í Laugardal og hefst klukkan 20:30 Grindavík skaust í 32 liða úrslitin með glæsilegum 4-1 sigri á ÍA 13 maí. Víkingur kemur, líkt og önnur Pepsi deildarlið, beint inn í 32 liða úrslitin. Bæði lið hafa byrjað ágætlega í sumar, Víkingur um miðja deild og …
Áskorun til Grindavíkurbæjar
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi UMFG þann 11.maí 2014. Aðalfundur UMFG skorar á bæjarstjórn Grindavíkurbæjar að auka samstarf við deildir ungmennafélagsins í þróun íþróttamannvirkja bæjarins og að hlusta og taka meira tillit til skoðanna þeirra og óska í þeim efnum. Aðalstjórn UMFG
Áskorun frá körfuknattleiksdeild UMFG
Ályktun aðalfundar körfuknattleiksdeildar UMFG um framtíðaruppbyggingu á æfingaraðstöðu þeirra. Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG skorar á bæjarstjórn Grindavíkurbæjar að víkja frá þeim áformum að stækka núverandi íþróttasal þar sem það muni ekki uppfylla þarfir þeirrar starfsemi sem ætlað er. Í stað þess verði byggður nýr íþróttasalur og hafðar til hliðsjónar framkomnar tillögur í þeim efnum. Aðalfundur kkd UMFG skorar einnig …