Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið. Hægt að greiða gjöldin með greiðslukorti í Nóra og einnig með því að fá greiðsluseðil í heimabanka. Ef óskað er eftir að ganga …
Síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum í sumar
Ef það vill svo óheppilega til að þú hefur ekki mætt á völlinn að horfa á stelpurnar spila í sumar, þá er síðasti séns núna föstudagainn. Síðasti heimaleikur stelpnanna og svo er bara eftir einn útileikur á Ísafirði. Það hefur skapast flott stemming á vellinum í sumar og vonandi lætur þú sjá þig í stúkunni á föstudaginn. ÁFRAM …
Grindavík heimsækir Þróttara í kvöld
Eftir fremur brösulega byrjun á tímabilinu hjá strákunum í fótboltanum hafa stigin tekið að safnast í sarpinn í síðustu leikjum og liðið verið á ágætri siglingu. Deildin er ótrúlega jöfn, en aðeins eru 5 stig í fallsæti og 8 stig í sæti sem tryggir veru í efstu deild að ári. Þegar sex umferðir eru eftir er því ljóst að tölfræðilegur …
Góður sigur á nágrönnunum
Grindavíkurstelpur lögðu Keflavík 4-0 í A-riðli 1. deildar kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var markalaus framan af en eftir að Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Grindavík yfir á 68. mínútu opnuðust allar flóðgáttir. Helga Guðrún bætti við öðru marki á 80. mínútu og Margrét Albertsdóttir því þriðja þremur mínútum síðar. Það var svo varamaðurinn Unnur Guðmundsdóttir sem skoraði fjórða markið í uppbótartíma. …
Hilmar á Ólympíuleikum ungmenna
Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane er þessa dagana staddur í Kína með U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu til að leika fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna, frá 11. til 29. ágúst. Þetta er mikið ævintýri fyrir íslenska liðið. Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Ísland leikur þarna sem fulltrúi Evrópu á leikunum en þátttakan var tryggð með sigri í …
Góður útisigur hjá strákunum – Stelpurnar með jafntefli
Grindavíkurliðin í fótboltanum voru í sviðsljósinu um helgina. Karlaliðið gerði góða ferð til Ólafsvíkur og vann Víkinga 2-0 með mörkum Tomislavs Misura og Björns Bergs Bryde. Með sigrinum komst Grindavík tveimur stigum frá frá fallsæti og þetta var því ákaflega mikilvægur sigur. Staðan í 1. deild karla:1. Leiknir R. 15 11 3 1 31:12 36 2. ÍA 15 10 0 5 …
Stelpurnar taka á móti Haukum í kvöld
Eftir nokkuð langa heimaleikjapásu er loksins komið að heimaleik hjá stelpunum en þær taka á móti Haukum í kvöld kl. 19:15. Ekki gekk nógu vel í síðasta leik á móti HK sem tapaðist 5-1 og eru stelpurnar eflaust staðráðnar í að bæta upp fyrir þann leik í kvöld. Á morgun, laugardag, er svo næsti leikur hjá strákunum þar sem þeir …
Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum – skráningu lýkur í kvöld
Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum fer fram næstkomandi sunnudag, þann 10. ágúst, en rás- og endamarkið verður hér í Grindavík. Hjólað verður frá Grindavík austur Suðurstrandarveg (427). Karlaflokkur snýr við á hringtorgi hjá Þorlákshafnarvegi eftir um 66,5 km. Kvennaflokkur snýr við á keilu eftir um 42,5 km. Unglingaflokkar snúa við á keilu eftir um 35 km. Skráningargjald er kr. 3.500 og fer …
Grindvíkingar streyma í körfuboltabúðir í Bandaríkjunum
Grindvískir körfuboltakrakkar hafa verið að gera það gott í körfuboltabúðum Philadelphia 76ers í sumar. Skemmst er að minnast frægðarfarar þeirra Bragasona, Ingva Þórs og Braga, sem fóru þarna út fyrr í sumar og hittu sjálfan Julius Erving . Á dögunum fór svo stúlknahópur frá Grindavík í búðirnar, en Atli Geir Júlíusson ritaði ferðasögu hópsins og birtist hún á karfan.is í …
Brandon Roberson spilar með Grindavík í vetur
Þá eru leikmannamál erlendra leikmanna komin á hreint fyrir veturinn í körfunni, en karlalið UMFG hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Roberson og mun hann því spila með liðinu á komandi leiktíð. Áður höfðum við greint frá því að Rachel Tecca muni spila með kvennaliðinu í vetur. Roberson er 27 ára gamall og lék síðast í Kósóvó með KB RTV …