Góður sigur á nágrönnunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstelpur lögðu Keflavík 4-0 í A-riðli 1. deildar kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var markalaus framan af en eftir að Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Grindavík yfir á 68. mínútu opnuðust allar flóðgáttir. 

Helga Guðrún bætti við öðru marki á 80. mínútu og Margrét Albertsdóttir því þriðja þremur mínútum síðar. Það var svo varamaðurinn Unnur Guðmundsdóttir sem skoraði fjórða markið í uppbótartíma.

Þegar tvær umferðir eru eftir er Grindavík í 3. sæti riðilsins og á enn veika von um að komast í annað sætið og þar með tryggja sér sæti í undanúrslitum um sæti í Pepsideildinni.

Mynd/Víkurfréttir: Guðrún Bentína Frímannsdóttir fyrirliði Grindavíkur sækir að marki Keflavíkur.