Grindavík og Haukar mættust í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli baráttu allt fram í síðasta leikhluta, þar sem Haukastúlkur tóku öll völd á vellinum og sigldu 12 stiga sigri í höfn nokkuð örugglega. Grindavíkurstúlkur fóru mun betur af stað en Haukar og eftir um 5 mínútna leik var staðan 11-2. Haukarkonur náðu þó …
Skallagrímsbræður í heimsókn í kvöld og herrakvöld þann 7. nóvember
Fyrstu heimaleikur vetrarins hjá karlaliði UMFG í Dominosdeildinni er í kvöld, þar sem Skallagrímsmenn koma í heimsókn úr Borgarnesi. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og því eflaust bæði hungruð í fyrsta sigur vetrarins. Tveir leikmenn Skallagríms eru Grindvíkingum að góðu kunnir, þeir bræður Páll Axel og Ármann Örn, Vilbergssynir. Munu Grindvíkingar eflaust taka vel á móti þeim en vonandi …
Grindvískir judomenn á leið í víking til Bretlandseyja
Þann 24. október halda nokkrir grindvískir judokappar í víking til Bretlandseyja þar sem þeir ætla að gera strandhögg á alþjóðlegu judo móti í Southend , rétt austan við London. Hinir grindvísku kappar fara út í samfloti með judodeild Ármanns og óskum við þeim að sjálfsögðu góðs gengis á móti. Í hópnum frá Grindavík eru, talið frá vinstri: Arnar Már Jónsson, …
Coerver knattspyrnuskóli um helgina
Knattspyrnuskóli Coerver Coaching verður haldinn í Grindavík 17.-19. október, fyrir alla drengi og stúlkur í 3.-7. flokki. Frekari upplýsingar veitir Heiðar Þorleifsson, í síma 695-5700 eða í tölvupósti, heidar.torleifsson@coerver.is. Skráning er einnig þar eða á heimasíðu Coerver.
Sjávarréttahlaðborð sunddeildar UMFG
Sunddeild UMFG mun standa fyrir glæsilegu sjávarréttahlaðborði á Brúnni þann 17. október næstkomand. Matseðillinn er með eindæmum glæsilegur en það eru meistarakokkar Bláa lónsins sem sjá um eldamennskuna. Miðaverð er 5.500 kr í forsölu en 6.000 kr. við dyrnar. Trúbadorinn Kaleb mun spila og syngja fyrir gesti.
Stelpurnar áfram á sigurbraut, strákarnir byrjuðu á tapi
Kvennalið Grindavíkur í Dominosdeildinni í körfubolta hefur farið vel af stað í fyrstu leikjum vetrarins sem báðir hafa unnist. Á laugardaginn voru það Blikar sem lágu í valnum en lokatölur voru 57-80 Grindvíkingum í vil, eftir fremur jafnan leik framan af. Rachel Tecca var aftur stigahæst Grindvíkinga með 28 stig en hún reif niður 15 fráköst í kaupbæti. Í þessum …
Grindvíkingar semja við nýjan erlendan leikmann
Karfan.is greindi frá því í gærkvöldi að karlalið Grindavíkur í Dominosdeild karla hafi samið við nýjan erlendan leikmann, Joey Haywood að nafni. Haywood er 185 cm hár bakvörður og lék síðast í dönsku deildinni með Álaborg. Grindvíkingar hefja leik gegn Haukum á útivelli í kvöld og mun Haywood þreyta frumraun sína með liðinu í þeim leik. Haywood þessi er fæddur …
Sigur í fyrsta leik
Grindavíkurstúlkur fóru vel af stað í Dominos deildinni kvenna í fyrsta leik haustsins sem fór fram á okkar heimavelli í gærkvöldi þar sem Hamar kom í heimsókn. Lokatölur voru 93-80, Grindvíkingum í vil, en okkar stúlkur voru með forystu frá fyrstu mínútu og létu hana aldrei af hendi. Stigahæst Grindvíkinga var hinn nýji erlendi leikmaður, Rachel Tecca, en hún skoraði …
Hilmar McShane er yngsti leikmaður efstu deildar í knattspyrnu
Hilmar Andrew McShane varð síðastliðinn laugardag yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi þegar hann kom inná í leik Keflavíkur gegn Víkingi í Pepsi-deild karla. Með því sló hann met sem sem Sigurbergur Elísson liðsfélagi hans setti árið 2007. Hilmar var 15 ára og 56 daga þegar hann kom inná en hann bætti gamla metið um 49 daga. Hilmar, sem er …
Páll Guðmundsson valinn besti leikmaður Þróttar í Vogum – Grindvíkingar í aðalhlutverki
Grindvíkingar hafa verið áberandi hjá Þrótti í Vogum í knattspyrnunni í sumar. Þorsteinn Gunnarsson þjálfaði liðið og margir leikmenn liðsins eru uppaldir Grindvíkingar. Skemmst er frá því að segja að á lokahófi liðsins á dögunum var það Grindavíkingurinn Páll Guðmundsson sem var valinn besti leikmaður liðsins en hann var einnig markahæstur með 17 mörk. Þá var grindvíska varnartröllið og öðlingsdrengurinn …