Unglingadómaranámskeið hjá knattspyrnudeild UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG í samvinnu við KSÍ mun standa fyrir unglingadómaranámskeiði þann 17.febrúar, kl. 19.30 í Gulahúsi. Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem verða 15 ára á almanaksárinu og eldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir. Námskeiðinu lýkur með …

Grindavíkurstúlkur felldar á eigin bragði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Okkar konur fengu heldur betur að smakka á eigin meðali þegar þær heimsóttu Stykkishólm um helgina en Snæfellingar byrjuðu leikinn á stífri pressu eftir hverja körfu og komust í 12-0 áður en Grindvíkingar náðu að svara. Þetta er taktík sem Sverrir hefur beitt grimmt í vetur og hefur skilað góðum árangri gegn lakari liðum deildarinnar. Má segja að vopnin hafi …

Skriðsundnámskeið fyrir fullorðna, seinna námskeið að hefjast

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Sunddeild UMFG heldur sundnámskeið fyrir fullorðna í lok febrúar. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur, mánudag til föstudags og hefjast tímarnir klukkan 18:30. Verð: 15.000 krónur. Skráning á námskeiðið er hérna. Námskeiðið hefst 9. febrúar og stendur til 28. febrúar. Nánari upplýsingar veitir formaður sunddeildar í síma 8917553 eða í netfanginu bjarni@umfg.is.

KR heimsækir Röstina í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður stórleikur í Röstinni í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn. KR-ingar slógu ekki feilpúst framan af vetri og hafa setið á toppi deildarinnar frá fyrsta degi og aðeins tapað einum leik. Okkar menn sáu aldrei til sólar þegar liðin mættust í DHL höllinni í haust og tapaðist sá leikur 118-73. Eyjólfur hefur þó verið að hressast …

Baráttuleikur í Röstinni en dýrkeypt mistök í lokin kostuðu Grindavík sigurinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Topplið KR heimsótti Röstina í kvöld og þó svo að Grindvíkingar hafa fyrir leikinn setið í 9. sæti var ekki að sjá á leik liðsins að þarna færi eitt af lakari liðum deildarinnar. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti varnarlega og einkenndust fyrstu mínúturnar af mistökum á báða bóga sóknarlega. Grindvíkingar voru greinilega staðráðnir í því að hleypa KR-ingum ekki …

Markmannsæfingar í fótbolta

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Viltu verða góður markvörður í fótbolta? Markmannsæfingar eru á eftirtöldnum dögum: Þriðjudögum í Hópinu kl. 16.10 fyrir 5. og 6. flokk drengja og stúlkna. Sunnudögum í Hópinu kl. 11.00 fyrir 3. og 4. flokk drengja og stúlkna.  

Njarðvíkingar straujaðir í Röstinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Njarðvíkurstúlkur mættu í Röstina í gær til þess að leika um sæti í úrslitaleiknum í bikarnum sem fer fram í Laugardalshöll 21. febrúar næstkomandi. Fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með að heimastúlkur yrðu sterkari aðilinn í leiknum enda leika Njarðvíkingar í 1. deild en eins og allir vita getur allt gerst í bikarleikjum og ljóst að Njarðvíkingar yrðu sýnd veiði en …

UMFG 80 ára

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

þann 03.febrúar 1935 var UMFG stofnað og á því félagið 80 ára afmæli í dag. Við viljum óska iðkendum, starfsmönnum deilda og öllu því góða fólki sem starfar með Ungmennafélagi Grindavíkur  og Grindvíkingum til hamingju með félagið ykkar, megi það vaxa og dafna með okkur um ókomna tíð.

Stíf pressuvörn kaffærði KR-inga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti KR í gærkvöldi í leik sem fyrirfram hefði sennilega flokkast sem svokallaður skyldusigur fyrir heimastúlkur. Þær gulklæddu hafa verið á góðri siglingu undanfarið og unnið 5 deildarleiki í röð en KR hafa aðeins unnið 3 leiki alls í vetur. Leikurinn fór hægt af stað ef tekið er mið af skorinu, en staðan eftir fyrsta leikhluta var …

Mátun á körfuboltabúningum mánudaginn 2. febrúar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG verður með sölu/mátun á búningum mánudaginn 2. febrúar frá kl. 17:00-18:00 fyrir yngri flokka deildarinnar. Salan fer fram í útistofu UMFG við Grunnskólann. Búningurinn kostar 10.000 kr. og þarf að staðgreiða búninginn við pöntun. Grindavíkursokkar verða líka til sölu og kosta þeir 1.000 kr.