Stelpurnar okkar í meistaraflokki eru ekki þær einu sem spila til bikarúrslita um helgina, því á sunnudag fara fram bikarúrslit yngri flokka í Laugardalshöllinni. Grindavík á þar tvö lið, annarsvegar 9.fl kvenna sem mæta liði Keflavíkur og síðan sameignilegt lið Grindavíkur og Þórs í 11.flokki karla sem mætir liði KR. 9.flokkur hefur leik kl 12:00 og strax á eftir hefst …
Gulur dagur í Grindavík á morgun
Til að hita upp og keyra upp stemmingu fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn verður gulur dagur í stofnunum bæjarsins á morgun, föstudag. Starfsmenn eru hvattir til að mæta í gulu og fylkja sér á bakvið stelpurnar okkar sem spila til úrslita næsta dag. Við hvetjum sem flesta Grindvíkinga til að taka þátt í þessum skemmtilega sið og mæta gul og glöð …
Vel sótt dómaranámskeið
Yfir 25 unglingar mættu á unglingadómaranámskeið í Gulahúsinu sem haldið var af KSÍ í samvinnu við Knattspyrnudeild UMFG þann 17.febrúar. Námskeiðið stóð í um tvær klukkustundir og var öllum opið. Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi vikuna 23.-28.febrúar. Á námskeiðinu fór Sigurður Óli Þórleifsson FIFA dómari yfir knattspyrnulögin en auk þess var einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og …
Forsala miða á bikarleikinn endar í hádeginu á föstudaginn
Forsala miða á bikarúrslitaleikinn næstkomandi laugardag er komin á fullt en hægt er að nálgast miða hjá Lindu í Palóma milli kl. 10-12 og 14-18 alla virka daga. Þeir sem vilja geta einnig hringt í Lindu í síma 777-3322 og nálgast miðana eftir öðrum leiðum. Athugið að forsölunni lýkur á hádegi á föstudag. Miðarnir kosta 2.000 krónur í forsölu en …
ÍR-ingar kafsigldir í Röstinni
ÍR-ingar heimsóttu Röstina í gærkvöldi og fyrirfram bjuggust eflaust sumir við hörkuleik. Hver einasti leikur hjá ÍR er upp á líf og dauða þeirra í deildinni en þeir eru í harðri fallbaráttu. Þeir unnu Keflavík í síðasta leik og á dögunum voru þeir býsna nálægt því að vinna topplið KR-inga og því ljóst að þeir eru til alls líklegir. Okkar …
Ný aðstaða UMFG og Kvenfélagsins skoðuð
Verktakin Grindin hf. bauð forráðamönnum UMFG, Kvenfélags Grindavíkur ásamt bæjarstjórn og frístunda- og menningarnefnd að skoða nýja félags- skrifstofuaðstöðu í nýrri íþróttamiðstöð sem Grindavíkurbær reisir. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og ljóst að þetta verður bylting fyrir starfsemi UMFG og Kvenfélagið. Einnig voru nýir búningsklefar fyrir sundlaug, starfsmannaaðstaða og fleira í nýja íþróttamannvirkinu skoðað. Verktaki ætlar að skila af sér …
Góður sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni
Grindvíkingar unnu góðan og nokkuð sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í gær, lokatölur 90-77 okkar mönnum í vil. Rodney Alexander var svo sjóðandi heitur í leiknum að hann var hreinlega alelda. Skoraði kappinn rétt tæpan helming stiga liðsins, eða 44 af 90. Rodney kann greinilega ágætlega við sig í Ljónagryfjunni en hann setti 42 stig í leik þar …
Forsala hafin á bikarúrslitaleikinn 21. febrúar
Eins og flestum er sennilega orðið kunnugt um leika Grindavíkurstúlkur til úrslita í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll laugardaginn 21. febrúar næstkomandi. Forsala miða á leikinn er hafin en hægt er að nálgast miða hjá Lindu í Palóma milli kl. 10-12 og 14-18 alla virka daga. Þeir sem vilja geta einnig hringt í Lindu í síma 777-3322 og nálgast miðana eftir …
Aðalfundur knattspyrnudeildar 2015
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn 19.febrúar kl 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildarinnar við Austurveg
Góður sigur á nágrönnunum
Grindavíkurstelpur skelltu grönnum sínum í Keflavík með 67 stigum gegn 58. Þetta var forleikurinn að bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöll aðra helgi. Því ber hins vegar að halda til haga að í lið Keflavíkur vantaði nokkra lykilmenn, þar á meðal hina öflugu Carmen Tyson-Thomas. Fyrri hálfleikur var í járnum en Grindavík gerði út um leikinn með góðum spretti í þriðja leikhluta …