Ný aðstaða UMFG og Kvenfélagsins skoðuð

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Verktakin Grindin hf. bauð forráðamönnum UMFG, Kvenfélags Grindavíkur ásamt bæjarstjórn og frístunda- og menningarnefnd að skoða nýja félags- skrifstofuaðstöðu í nýrri íþróttamiðstöð sem Grindavíkurbær reisir. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og ljóst að þetta verður bylting fyrir starfsemi UMFG og Kvenfélagið. 

Einnig voru nýir búningsklefar fyrir sundlaug, starfsmannaaðstaða og fleira í nýja íþróttamannvirkinu skoðað. Verktaki ætlar að skila af sér byggingunni 7. mars n.k. og er ráðgert að hafa bygginguna til sýnis fljótlega eftir það. Verður það auglýst síðar.

Efri myndin er tekin í félagsaðstöðunni nýju.

Guðmundur, Margeir og Magnús í Grindinni.