Dagur áfram í Grindavík og Jóhann og Hinrik snúa aftur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Pennarnir voru á lofti í Gjánni í gærkvöldi þegar körfuknattleiksdeild UMFG skrifaði undir samninga við þrjá leikmenn og einn þjálfara. Jóhann Árni Ólafsson er kominn heim eftir vetrardvöl hjá Njarðvík og Hinrik Guðbjartsson snýr aftur úr víking frá Vestfjörðum. Þá framlengdi Dagur Kár sinn samning við Grindavík sem er mikið gleðiefni enda Dagur einn af betri bakvörðum landsins á nýliðnu …

Úrslit úr fyrsta stigamóti sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Fyrsta stigamóti sumarsins hjá GG fór fram í gær. Þátttaka var með besta móti í fyrsta mót ársins en 33 kylfingar mættu til leiks. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. sæti höggleikur Ingvar Guðjónsson GG 74 högg1. sæti punktakeppni Guðmundur Pálsson GG 38 punktar2. sæti punktakeppni Sveinn Ísaksson GG 36 punktar3. sæti punktakeppni Bjarki Guðmundsson GG 35 punktar Sigurður Helgi Hallfreðsson GG …

Andri Rúnar tryggði sigurinn gegn sínum gömlu félögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík landaði sannkölluðum seiglusigri gegn Víkingum í gær en Andri Rúnar Bjarnason, fyrrum leikmaður Víkings, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma á 94. mínútu. Grindavík byrjaði leikinn ekki vel en eftir gott spjall í hálfleik þar sem Óli Stefán lagði mönnum línurnar var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik og tvö góð mörk litu dagsins ljós. Lokatölur Víkingur 1 …

Íris og Ólafur valin mikilvægustu leikmennirnir á lokahófinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram síðastliðið föstudagskvöld með miklum glæsibrag í Gjánni. Sjálfur Gummi Ben stýrði veisluhöldum eins og honum einum er lagið og boðið var upp á dýrindis mat frá höllu. Veittar voru viðurkenningar til leikmanna meistaraflokka karla og kvenna og nokkrar þar fyrir utan. Á myndinni hér að ofan eru þau Petrúnella Skúladóttir, sem fékk viðurkenningu fyrir gott …

Björn Lúkas fór hamförum í sínum fyrsta MMA bardaga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Bardagakappinn Björn Lúkas Haraldsson keppti í sínum fyrsta MMA bardaga í Færeyjum um helgina. Björn mætti þar Zabi Saeed (2-2 fyrir bardagann) í veltivigt. Er skemmst frá því að segja að Björn Lúkas kláraði bardagann á tæknilegu rothöggi strax í fyrstu lotu eftir að hafa náð Zabi í gólfið þar sem hann lét höggin dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði …

Hjólreiðakeppni í gegnum Grindavík á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sunnudaginn 7. maí fer fram Reykjanesmótið í hjólreiðum sem samanstendur af 3 vegalengdum, þ.e. 32, 64 og 106 km og fer lengsta vegalengdin í gegnum Grindavík. Hjólað er upp á Festarfjall, þar er snúið við og farið aftur til baka í gegnum Grindavík (sjá kort). Þetta eru allt frekar hraðir hjólarar og má reikna með að þeir fyrstu komi til …

Jóhann valinn þjálfari ársins og Ólafur í úrvalsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Grindavík, var valinn þjálfari ársins á lokahófi KKÍ í hádeginu í dag. Þá var Ólafur Ólafsson valinn í 5 manna úrvalslið deildarinnar. Eru þessar viðurkenningar sannkallaðir rósir í hnappagöt þeirra bræðra og óskum við þeim til hamingju með heiðurinn. Úrvalslið Dominos deildar karla: 2016-2017: Matthías Orri Sigurðarson Félag: ÍRLogi Gunnarsson Félag: NjarðvíkJón Arnór …

Fimleikamaraþon laugardaginn 13. maí

FimleikarFimleikar, Íþróttafréttir

Maraþon Fimleikadeildar UMFG verður haldið laugardaginn 13. maí frá klukkan 9:00 – 19:00. Iðkendur í elsta hóp ætla að vera í fimleikum í 10 klukkustundir og munu safna áheitum til að fjármagna æfingabúðir. Þau munu ganga í hús dagana 5. – 10. maí og vonum við að þau fái góðar móttökur. Íþróttasalurinn verður opinn fyrir gesti þann 13. maí á …

Gústi Bjarna heldur upp á sextugsafmælið með pílumóti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ágúst Bjarnason heldur sitt árlega pílumót í Gjánni Grindavík. Spilaður verður 501 A OG B. Veglegir vinningar í boði. Þátttökugjald aðeins 3.000 kr. Skráningu lýkur á Facebook kl 9:00 eða í síma 8976354 kl. 10:00 laugardagsmorguninn 6. maí.Veitingar og borðhald hefst kl. 19:30.   Skemmtidagskrá hefst kl. 20:00. Jón Emil Karlsson Ásgeir Guðmundsson trúbador Dagbjartur Willardsson, Guðrún Dagbjartsdóttir og Tamar …

Grindavík vann nýliðaslaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur tryggðu sér fyrstu þrjú stig sumarsins í gær þegar þær lögðu Hauka í nýliðaslag, 2-1. Grindavík var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hálf ótrúlegt að aðeins eitt mark liti dagsins ljós. Hin brasilíska Thaisa De Moraes Rosa Moreno tryggði sigurinn með marki á 71. mínútu en hún var í algjöru lykilhlutverki í gær og tók við fyrirliðabandinu þegar …