Það verður sannkallaður 6 stiga leikur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar Fylkir kemur í heimsókn en Grindavík og Fylkir eru í 8. og 9. sæti Pepsi-deildarinnar, en Fylkir er aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík. Upphitun fyrir leikinn hefst kl. 18:00 en þá verður grillað í Gjánni gegn vægu gjaldi og svo verða knattþrautir og frís ís meðan …
Grindavík sótti stig í Kópavoginn
Grindavík sótti Blika heim í Kópavoginn í gær, í markalausum en fjörugum leik. Grindvíkingar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og boltinn var að mestu í fótum heimamanna en vörn Grindavíkur var þétt og öguð og Blikar náðu ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Þeir reyndu mörg langskot sem fóru annað hvort yfir markið eða í öruggar hendur …
Grindavík í 4-liða úrslit Borgunarbikarsins
Grindavíkurkonur eru komnar í 4-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir góðan 3-2 sigur á Tindastóli á föstudaginn. Grindavík komst í 3-0 í fyrri hálfleik og var sigurinn aldrei í mikilli hættu þrátt fyrir að gestirnir næðu að klóra í bakkann undir lokin. Elena Brynjarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörk Grindavíkur og Ísabel Almarsdóttir kláraði dæmið rétt áður en flautað var til hálfleiks. Grindavík …
Grindavík sækir Kópavoginn heim í kvöld
Grindavík sækir Breiðablik heim í Kópavoginn í kvöld, en með sigri getur liðið jafnað Valsmenn að stigum á toppi deildarinnar. Það er því mikið í húfi í kvöld og mun Stinningskaldi bjóða uppá rútuferð á leikinn frá Bryggjunni kl. 17:30. Takmarkaður sætafjöldi í boði og er skráning í rútuna hjá Gunnari Má í síma 865-2900. Óli Stefán mun fara með …
Ingibjörg Sigurðardóttir í lokahópnum fyrir EM
Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir var í gær valinn í 23 manna lokahóp fyrir Evrópumeistaramót kvenna sem fram fer í Hollandi, en fyrsti leikur liðsins er gegn Frökkum þann 18. júlí. Ingibjörg er næst yngsti leikmaður liðsins, fædd 1997, en hún lék sína fyrstu A-landsleiki í sumar. Hún á að baki 15 leiki með U19 landsliðinu, 14 með U17 og 3 með …
Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld
Það verður bikarslagur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld þegar stelpurnar taka á móti Tindastóli í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar konur til sigurs. Athugið að árskort gilda ekki á leikinn.
Enn bíða stelpurnar eftir næstu stigum í Pepsi-deildinni
Eftir ágæta byrjun í Pepsi-deild kvenna er biðin eftir næstu stigum orðin ansi löng hjá Grindavíkurkonum, en síðasti sigur liðsins kom gegn KR þann 10. maí. Í gær tóku þær á móti Blikum þar sem lokatölur urðu 0-5, gestunum í vil. Grindavík byrjaði leikinn ágætlega fyrir 40 mínúturnar eða svo og voru óheppnar að jafna ekki 1-1 fyrir hálfleik. Í …
Hrund Skúladóttir í Njarðvík
Hrund Skúladóttir, einn af efnilegri leikmönnum Grindavíkur í körfunni, mun ekki leika með Grindavík næsta vetur, en hún hefur skipt yfir í Njarðvík. Hrund, sem fædd er árið 2000, hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár en náði sér ekki almennilega á strik síðastliðin vetur vegna veikinda, og lék aðeins 15 leiki með Grindavík. Karfan.is greindi frá: „Hrund …
Grindavík tekur á móti Blikum í kvöld
Grindavíkurkonur taka á móti Breiðabliki í kvöld í Pepsi-deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og mælum við með góðum og gulum úlpum í stúkuna í kvöld.
Grindavík lagði ÍBV örugglega
Grindvíkingar halda áfram að gera það gott í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en í gær lögðu þeir ÍBV hér í Grindavík, 3-1. Það má segja að heimamenn hafi klárað leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 3-0 í hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason opnaði markareikning sinn strax á 4. mínútu og bætti svo við öðru marki fyrir hálfleik, en Sam Hewson …