Ingibjörg Sigurðardóttir leynigestur á æfingu 6. flokks

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir mætti sem leynigestur á æfingu hjá 6. flokki kvenna á miðvikudaginn. Hún fór yfir það þegar hún spilaði með yngri flokkum í Grindavík og leiðina í landsliðið. Ingibjörg spilar í dag með Breiðabliki en hún stefnir ótrauð á atvinnumennsku erlendis. Stelpurnar fengu að spyrja hana spurninga og Ingibjörg tók síðan þátt í æfingunni með stelpunum. Myndir …

Haustskráningar 2017 hjá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú eru æfingar hjá öllum deildum UMFG að byrja fyrir börn frá 6-16 ára og því er ekkert til fyrirstöðu að skrá börnin inn í Nóra kerfið. Það sem foreldrar og forráðamenn þurfa að gera er eftirfarandi: 1. Fara á https://umfg.felog.is/ og skrá sig inn sem foreldri2. Greiða æfingagjöldin í liðnum „æfingagjöld júní-des 2017″3. Velja þá deild sem barnið ætlar …

Grindavíkurkonur áfram í deild hinna bestu að ári

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Nýliðar Grindavíkur tryggðu veru sína í Pepsi-deild kvenna að ári þegar þær sóttu stig í Hafnarfjörðinni í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem markvörður Grindavíkur, Viviane Domingues, fékk heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu. Á sama tíma tapaði Fylkir fyrir KR og þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu er því ljóst að Fylkir fylgir Haukum niður í …

Er þitt fyrirtæki rétt skráð í leikjaskrá körfuknattleiks-deildarinnar?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Undirbúningur fyrir útgáfu leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG er nú á fullu skriði en leiktímabilið hefst í byrjun október. Þjónustuaðilar í Grindavík er beðnir um að athuga sérstaklega sína skráningu og senda uppfærslur eða leiðréttingar ef einhverjar eru á Sigurbjörn Dagbjartsson á póstfangið sigurbjornd@gmail.com. Leikjaskrá síðasta tímabils má finna hér að neðan. Leikjaskrá körfuknattleiksdeildar UMFG 2016-2017

Þorsteinn Finnbogason kom sá og sigraði í Finnlandi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þrátt fyrir að það gangi lítið upp hjá landsliði Íslands í körfubolta á Evrópumótinu í Finnlandi þá er Þorsteinn Finnbogason, aka Togarinn, aka Vélin, leikmaður Grindavíkur, heldur betur að slá í gegn. Þorsteinn er að vísu ekki í liðinu en í hálfleik í leik Íslands og Slóveníu gerði Þorsteinn sér lítið fyrir og vann skotkeppni á milli stuðningsmanna þjóðanna. Þorsteinn …

Sara Hrund Helgadóttir tekur sér frí frá fótboltanum vegna höfuðmeiðsla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sara Hrund Helgadóttir, sem undanfarin ár hefur verið einn af máttarstólpum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu ásamt því vera fyrirliði kvennaliðs University of West Florida, hefur tekið sér tímabundið hlé frá knattspyrnuiðkun vegna síendurtekinna höfuðmeiðsla.  Hún greinar frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni en Sara rotaðist í leik gegn ÍBV á dögunum og uppskar sinn 6. heilahristing á 8 árum. Sara segist …

Páll Guðmundsson spilaði sinn 100. leik fyrir Þrótt í Vogum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingurinn Páll Guðmundsson lék á dögunum sinn 100. leik fyrir Þrótt í Vogum, en hann er annar leikmaður liðsins frá upphafi sem rýfur 100 leikja múrinn. Páll hefur leikið með Þrótti frá 2013 en hann var einn af fjölmörgum Grindvíkingum sem fylgdi Þorsteini Gunnarssyni til Voga þegar Þorsteinn tók við þjálfun liðsins.  Á Facebook-síðu Þróttar er talað um að Vogamenn …

Stelpurnar lágu heima gegn Völsurum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þrátt fyrir ágæta spretti þá tókst Grindavíkurkonum ekki að sækja stig gegn Valskonum á Grindavíkurvelli í gær. Markalaust var í hálfleik en Valur gerði útum leikinn með þremur mörkum í seinni hálfleik án þess að Grindavík næði að svara, lokatölur 0-3. Eftir þennan leik er Grindavík í 7. sæti deildarinnar með 14 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Í 9. …

Íþróttaskóli UMFG – skráning hafin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 2. september. Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri sem vilja auka hreyfigetu, jafnvægi, styrk, úthald og boltafærni. Salnum er skipt í tvö aldurskipt æfingasvæði. Í öðrum salnum er áhaldahringur þar sem börnin gera ýmsar æfingar og í hinum salnum er notast við bolta og ýmsar þrautir.  Æfingar fara fram í íþróttahúsinu alla laugardaga kl 10:00-10:40 og …