Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert nýjan tveggja ára samning við færeyska landsliðsmanninn Rene Joensen. Rene gekk til liðs við Grindavík í lok júlí, og spilaði 8 leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á báðum köntunum, í bakverði og á miðjunni. Rene var í yngri liðum Bröndby á sínum tíma en hann lék síðan með HB …
Grindavíkurkonum spáð 2. sæti 1. deildar – Fyrsti leikur í kvöld
Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta hittust á árlegum blaðamannafundi í dag og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil. Er Grindavík spáð góðu gengi í vetur og harðri baráttu við KR um toppsætið. Fyrsti leikur liðsins er einmitt í kvöld, þegar liðið sækir Ármann heim kl. 20:00 Spáin: 1. KR 138 stig2. Grindavík …
Grindavík tryggði sér 5. sætið með 19. marki Andra
Grindavík lauk keppni í Pepsi-deild karla þetta sumarið með sigri á Fjölni, 2-1. Sigurinn skilaði liðinu í 5. sæti deildarinnar með 31 stig, sem verður að teljast nokkuð góð niðurstaða fyrir nýliða í deildinni. Sigurmarkið skoraði Andri Rúnar Bjarnason rétt fyrir leikslok, og jafnaði þar með markametið í efstu deild, sem er 19. mörk. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Andra sem …
Afreksæfingar hjá körfuknattleiksdeild UMFG að hefjast
Afreksæfingar körfuknatleiksdeildar UMFG eru að hefjast á ný, en þjálfarinn í vetur verður bandaríski leikmaður meistaraflokks karla, Rashad Whack. Æfingarnar eru á þriðjudögum kl 14:00 og föstudögum kl 06:20. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir 12 ára og eldri. Iðkendur eru hvattir til þess að mæta og bæta sinn leik á afreksæfingum. Á afreksæfingum er áherslan öll á einstaklinginn og æfingar gerðar …
Marinó Axel í U21 landsliðið
Einn nýliði er í U21 landsliði Íslandsmætir sem Slóvakíu og Albaníu í undankeppni fyrir EM 2019, en það er Grindvíkingurinn Marinó Axel Helgason. Marinó, sem fæddur er árið 1997, kom sterkur inn í Pepsi-deildina í sumar og lék alls 14 leiki fyrir Grindavík og skoraði 1 mark. Hópurinn í heild sinni: Markverðir: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík) Aron Snær Friðriksson (Fylkir) …
Búningasala hjá körfuboltanum á föstudaginn
Körfuknattleiksdeild UMFG verður með búningasölu í Gjánni fyrir barna og unglingaflokka, föstudaginn 29. september frá kl. 17:00 til 18:00. Búningurinn kostar 10.000 kr og sokkar eru líka seldir á 1000 kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun. Stuðningsmenn geta einnig nýtt þetta tækifæri til að kaupa stakar treyjur, en þær kosta 6.000 kr.
2. flokkur karla Íslandsmeistarar
Drengirnir í 2. flokki karla gerðu sér lítið fyrir og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í C-riðli Íslandsmótsins á föstudaginn. Strákarnir gerðu jafntefli við lið Völsungs, 2-2, og þar með var titillinn í höfn. Þeir skoruðu 30 mörk og fengu 12 mörk á sig í 12 leikjum sumarsins. Til viðbótar eigum við markahæsta leikmann sumarsins en Sigurður Bjartur Hallsson skoraði 16 mörk af …
Æfingar sunddeildar hefjast að fullu 16. okt – Jóri þjálfar
Það gleður okkur að tilkynna að frá og með mánudeginum 16. október mun Jóri taka við þjálfun sunddeildarinnar að fullu og þá fara allar æfingar í gang. Við verður með æfingar fyrir elsta hóp leikskólans og eldri. Við munum setja inn tímatöflu í næstu viku. Jóri er búinn að standa sig frábærlega við þjálfun en hann hefur einungis geta tekið …
Engin stig frá Akureyri
Grindvíkingar höfðu sætaskipti við KA í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði fyrir KA-mönnum fyrir norðan, 2-1. Simon Smidt skoraði eina mark Grindavíkur og er Andri Rúnar því ennþá einu marki frá því að jafna markametið í efstu deild, sem er 19 mörk. Andri fær þó einn séns enn en lokaleikur Grindavíkur í deildinni er heimaleikur gegn Fjölni á …
Stelpurnar stoppuðu toppliðið
Grindavíkurkonur gerðu sér lítið fyrir um helgina og lögðu lið Þórs/KA hér á Grindavíkurvelli, en lokatölur leiksins urðu 3-2. Þetta var aðeins annar leikurinn sem norðankonur tapa í sumar og með þessum sigri komu Grindavíkurkonur í veg fyrir að þær fögnuðu Íslandsmeistaratitli hér í Grindavík. Grindavík hefur þegar tryggt sæti sitt í deildinni og hefur því í raun að litlu …