Frábær árangur á jólaskákmóti Samsuð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík átti 11 öfluga fulltrúa á jólaskákmóti Samsuð sem haldið var um liðna helgi. Sjö af þeim enduðu í verðlaunasætum sem er frábær árangur en börnin úr Grindavík eru alla jafna fjölmennust og sigursælust á þessum mótum enda Grindavík eini staðurinn á Suðurnesjum þar sem hægt er að æfa skák sem íþrótt. Jólameistari 2017 Yngri strákar varð: Björn Atli Guðmundsson …

Stelpurnar töpuðu heima gegn KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það má leiða að því líkur að Grindavíkurstúlkur hafi endanlega misst af lestinni upp í Úrvalsdeild að nýju um helgina, en þá tapaði liðið heima gegn toppliði KR. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gestirnir unnu lokafjórðunginn með 10 stigum og leikinn sömuleiðis, lokatölur 78-88. Grindavík er því eftir þennan leik í 4. sæti deildarinnar með 7 sigra og …

Firmamót Eimskips og GG föstudaginn 29. desember

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið föstudaginn 29. desember í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG. Leikið er með battaboltafyrirkomulagi. Verðlaunað er fyrir 1., 2. og 3. sæti og einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann. Þátttökugjald er 35.000 kr. á lið.  Skráning í síma 862-7999 (Haukur) eða 860-8999 (Hjörtur).

Grindvíkingar mörðu sigur á Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar sluppu með skrekkinn gegn Þórsurum á Akureyri í gær en minnstu mátti muna að þeir glopruðu sigrinum úr höndum sér á lokasekúndunum. Grindvík leiddi svo til allan leikinn en Þórsarar gerðu áhlaup undir lokin og gerðu heiðarlega tilraun til að tryggja sér sigurinn. Í stöðunni 77-80 áttu Þórsarar víti, ofan í vildi boltinn ekki en Sigurður Þorsteinsson sótti boltann …

Stuðningsmaður ársins 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi miðvikudaginn 20. desember. Kristolína Þorláksdóttir var heiðruð sem stuðningsmaður ársins 2016.

Opnunartími í sundlaug og líkamsrækt yfir jól og áramót

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Opnunartími sundlaugar og líkamsræktar yfir jól og áramót 2017 verður eftirfarandi: 16. des. laugardagur, opið 09:00-16:00 17. des. sunnudagur, opið 09:00-16:00 23. des. Þorláksmessa, opið 09:00-16:00 24. des. Aðfangadagur LOKAÐ 25. des. Jóladagur LOKAÐ 26. des. Annar í jólum LOKAÐ 31. des. Gamlársdagur, opið 09:00-12:00 1 .jan. 2017 Nýársdagur LOKAÐ Aðra daga er hefðbundin opnun.

Rashad Whack sendur heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Rashad Whack hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík, en þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson þjálfari liðsins, í samtali við Víkurfréttir. Whack hefur átt nokkra ágæta spretti í vetur en hvorki verið stöðugur né mjög afgerandi sínum leik. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem hefur ekki dugað liðinu nógu vel, …

Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgården

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíska knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert 2 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården. Ingibjörg hefur leikið með Breiðablik undanfarin ár og vakti athygli liða á erlendri grundu eftir vasklega framgöngu með landsliðinu á EM í sumar. Ingibjörg, sem fædd er árið 1997, er uppalin í Grindavík en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í efstu deild með Grindavík sumarið 2011. MBL.is …

Grindavík aftur á sigurbraut með sigurkörfu á lokasekúndunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir rysjótt gengi í síðustu leikjum er Grindavík aftur komið á sigurbraut í Domino’s deild karla eftir sigur á nýliðum Vals í Mustad-höllinni í gær. Í 39 mínútur eða svo var þó útlit fyrir að fjórði ósigur Grindavíkur í röð liti dagsins ljós en eftir ótrúlegar lokasekúndur lönduðu okkar menn sigri, 90-89. Dagur Kár var hetja Grindvíkinga að þessu sinni …

Elena og María Sól áfram í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Elena Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir hafa skrifað undir samninga við kvennaráð meistaraflokks. Þær spiluðu báðar með liðinu síðastliðið sumar og verða því áfram í herbúðum þess. Elena skrifaði undir eins árs samning og María Sól undir samning til tveggja ára. Elena kom til Grindavíkur á láni frá Breiðabliki, spilaði 14 deildarleiki og 3 í bikar og skoraði 5 mörk. …