Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi miðvikudaginn 20. desember. Kristolína Þorláksdóttir var heiðruð sem stuðningsmaður ársins 2016.
Opnunartími í sundlaug og líkamsrækt yfir jól og áramót
Opnunartími sundlaugar og líkamsræktar yfir jól og áramót 2017 verður eftirfarandi: 16. des. laugardagur, opið 09:00-16:00 17. des. sunnudagur, opið 09:00-16:00 23. des. Þorláksmessa, opið 09:00-16:00 24. des. Aðfangadagur LOKAÐ 25. des. Jóladagur LOKAÐ 26. des. Annar í jólum LOKAÐ 31. des. Gamlársdagur, opið 09:00-12:00 1 .jan. 2017 Nýársdagur LOKAÐ Aðra daga er hefðbundin opnun.
Rashad Whack sendur heim
Rashad Whack hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík, en þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson þjálfari liðsins, í samtali við Víkurfréttir. Whack hefur átt nokkra ágæta spretti í vetur en hvorki verið stöðugur né mjög afgerandi sínum leik. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem hefur ekki dugað liðinu nógu vel, …
Ingibjörg Sigurðardóttir til Djurgården
Grindvíska knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert 2 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården. Ingibjörg hefur leikið með Breiðablik undanfarin ár og vakti athygli liða á erlendri grundu eftir vasklega framgöngu með landsliðinu á EM í sumar. Ingibjörg, sem fædd er árið 1997, er uppalin í Grindavík en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í efstu deild með Grindavík sumarið 2011. MBL.is …
Grindavík aftur á sigurbraut með sigurkörfu á lokasekúndunni
Eftir rysjótt gengi í síðustu leikjum er Grindavík aftur komið á sigurbraut í Domino’s deild karla eftir sigur á nýliðum Vals í Mustad-höllinni í gær. Í 39 mínútur eða svo var þó útlit fyrir að fjórði ósigur Grindavíkur í röð liti dagsins ljós en eftir ótrúlegar lokasekúndur lönduðu okkar menn sigri, 90-89. Dagur Kár var hetja Grindvíkinga að þessu sinni …
Elena og María Sól áfram í Grindavík
Elena Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir hafa skrifað undir samninga við kvennaráð meistaraflokks. Þær spiluðu báðar með liðinu síðastliðið sumar og verða því áfram í herbúðum þess. Elena skrifaði undir eins árs samning og María Sól undir samning til tveggja ára. Elena kom til Grindavíkur á láni frá Breiðabliki, spilaði 14 deildarleiki og 3 í bikar og skoraði 5 mörk. …
Grindavíkurnáttföt – fullkomin í jólapakkann!
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG hefur hafið sölu á bómullarnáttfötum merktum Grindavík. Tilvalin gjöf í jólapakkann fyrir unga stuðningsmenn og iðkendur. Tracy tekur við pöntunum í síma 847-9767 og í tölvupósti á horne@simnet.is – Verð aðeins 3.500 kr.
Jón Axel stigahæstur – fékk hrós frá Steph Curry
Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í bandaríska háskólaboltanum en á dögunum var hann stigahæstur í sigri Davidson á VMI háskólanum. Jón var með 22 stig og bætti við 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá setti hann 19 stig gegn stórliði UNC Tar Heels á dögunum en meðal áhorfenda í þeim leik var enginn …
Þriðja tapið í röð staðreynd hjá strákunum
Grindavík tapaði sínum þriðja leik í röð í Domino’s deild karla í gærkvöldi þegar liðið sótti ÍR heim. Grindavík byrjaði leikinn betur og leiddi í hálfleik, 43-46. Dagur Kár var í miklum ham og hitti nánast að vild og þá var Sigurður Gunnar Þorsteinsson drjúgur en í seinni hálfleik snérist taflið við og heimamenn lönduðu sigri, 97-90. Nánar má lesa …
Jólasýning fimleikadeildar UMFG á sunnudaginn
Fimleikaiðkendur í Grindavík bjóða fjölskyldu, vinum og bæjarbúum öllum til fimleikasýningar í Íþróttamiðstöð Grindavíkur sunnudaginn 3. desember klukkan 13:00. Húsið opnar fyrir gesti kl 12:45 og aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Að sýningu lokinni geta gestir keypt köku með kaffinu af kökubasar iðkenda en Jólasýningin er eina fjáröflun deildarinnar og ágóði sýningarinnar verður nýttur til áhaldakaupa.