Grindvíkingar halda áfram að gera það gott á undirbúningstímabilinu í knattspyrnu, en liðið valtaði yfir FH í Lengjubikarnum á sunnudaginn, 3-0. Hafnfirðingurinn Aron Jóhannsson kom Grindvíkingum yfir en Rene Joensen og Sam Hewson bættu svo við sitt hvoru markinu. Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn: FH 0 – 3 Grindavík 0-1 Aron Jóhannsson ('27) 0-2 Rene Joensen ('45) 0-3 Sam Hewson ('66) …
Grindavík með stórsigur á Ármanni
Grindavíkurkonur enduðu deildarkeppnina á jákvæðum nótum í gær þegar þær völtuðu yfir lið Ármanns hér í Mustad-höllinni, en lokatölur leiksins urðu 76-43 Grindvíkingum í vil. Þetta var annar sigur liðsins í röð en þær unnu einnig Hamar í Hveragerði á dögunum. Annan leikinn í röð var það Ólöf Rún Óladóttir sem varð stigahæst Grindvíkinga en hún skoraði 27 stig á …
Grindavík tapaði heima gegn Hamri í framlengdum leik
Grindavík og Hamar mættust í hörkuspennandi leik í 1. deild kvenna hér í Grindavík í gærkvöldi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Grindavík hóf leikinn af miklum krafti og leiddi í hálfleik, 33-19. Gestirnir sóttu hins vegar mjög í sig veðrið í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn 57-57 rétt fyrir leikslok. Grindavík fékk 4 færi til að …
Grindavík hlaut silfur í Fótbolta.net mótinu
Grindvíkingar náðu ekki að fylgja eftir góðum árangri í riðlakeppni Fótbolta.net mótsins í úrslitaleik mótsins á laugardaginn, en liðið tapaði þar fyrir Stjörnunni, 1-0. Eina mark leiksins kom á 29. mínútu og voru Stjörnumenn heldur líklegri en hitt til að bæta við þangað til á 60. mínútu þegar Jósef Kristinn Jósefsson leikmaður Stjörnunnar fékk rautt spjald. Grindavík náði þó ekki …
Crossfit Grindavík – námskeið að hefjast
Nú í fyrsta sinn er í boði Crossfit í Grindavík í nýjum sal fyrir hópþjálfun sem staðsettur er á Ægisgötu 3, 2. hæð (fyrir ofan Veiðafæraþjónustuna). Byrjendur þurfa að ljúka 3 vikna grunnnámskeiði þar sem farið er yfir tækni og æfingar með reyndum þjálfurum. Að loknum 3 vikum taka síðan við aðrar 3 vikur þar sem iðkendur geta valið sér …
Skyldusigur á botnliði Hattar
Grindavík tók á móti botnliði Hattar í fremur tíðindalitlum leik í Mustad-höllinni í gær. Hattarmenn hafa aðeins unnið einn leik af 16 í vetur, og gerðu sig líklegan í byrjun til að bæta öðrum í sarpinn. Grindvíkingar hrukku svo í gírinn í öðrum leikhluta sem þeir unnu með rúmum 20 stigum, 34-12, og eftir það varð ekki aftur snúið. Grindvíkingar …
Úr leik! – Fyrirlestur um heilaáverka í knattspyrnu
Næstkomandi miðvikudag munu þrjár knattspyrnukonur deila reynslu sinni af því að hljóta heilahristing og heilaáverka í fótbolta. Tvær þeirra eru Grindvíkingarnir Ólína Viðarsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir. Viðburðurinn hefst kl. 19 á miðvikudaginn nk. 31. janúar og verður í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42.Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður einnig í beinni útsendingu á Facebook. Viðburðurinn á Facebook
Dagur og Sigurjón valdir í úrtakshóp U19
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Sigurjón Rúnarsson hafa verið valdir í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U19 ára landslið karla, en það er Þorvaldur Örlygsson þjálfari sem velur hópinn. Æfingarnar fara fram helgina 2.-4. febrúar. Þeir Dagur og Sigurjón eru báðir fæddir árið 2000 og hafa verið að banka á dyrnar hjá aðalliði Grindavíkur. Báðir léku þeir sína fyrstu meistaraflokksleiki síðastliðið sumar …
Grindavík í úrslit Fótbolta.net mótsins
Grindavík tryggði sér sigur í A-riðli Fótbolta.net mótsins á föstudaginn, þegar liði sigraði HK 2-1. HK dugði jafntefli til að vinna riðilinn en Rene Joensen gerði útum drauma HK og skoraði bæði mörk Grindavíkur. Grindavík mætir Stjörnunni í úrslitaleik mótsins næstkomandi laugardag kl. 13:00 í Kórnum. Hér má lesa umfjöllun Fótbolta.net um leikinn og hér má lesa viðtal Fótbolta.net við …
Grindavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í skák
Stúlknasveit úr 5. bekk Grunnskóla Grindavík keppti á Íslandsmóti grunnskóla í skák á laugardaginn. Er skemmst frá því að segja að stelpurnar lönduðu Íslandsmeistaratitli í annað sinn, og það með nokkrum yfirburðum en þær unnu 18 skákir af 20. Afar sannfærandi sigur gegn skólum sem hafa í gegnum árin unnið allar skákkeppnir. Þetta er draumalið sem við erum með og …