Grindvíkingar nældu í eitt stig á gervigrasinu í Garðabænum í gær þar sem varamarkvörðurinn Maciej Majewski átti sannkallaðan stórleik. Grindvíkingar komust yfir snemma í leiknum með marki frá René Joensen en eftir það óðu Stjörnumenn hreinlega í færum en náðu aðeins að nýta eitt þeirra. Aðalmarkvörður Grindavíkur, Kristijan Jajalo, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en það kom þó lítið að sök …
Ólöf Helga tekur við Íslandsmeisturum Hauka
Íslandsmeistarar Hauka í Domino's deild kvenna hafa ráðið þjálfara fyrir komandi tímabil, en það er engin önnur en Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir. Karfan.is greindi frá þessu í dag. Ólöf hefur undanfarið ár verið einn allra besti þjálfari yngri flokka á Íslandi og raðað inn titlum fyrir Grindavík. Þá hlaut hún eldskírn sína sem þjálfari meistaraflokks í vetur þegar hún tók …
Grindavík landaði fyrsta sigri sumarsins gegn Stjörnunni
Grindavíkurkonur lönduðu fyrsta sigri sumarsins og skoruðu jafnframt fyrstu 3 mörkin sín þetta tímabilið, þegar þær lögðu Stjörnuna í Garðbæ í gær, 2-3. Tvíburarnir Rio og Steffi Hardy komu loks inn í liðið í gær en þær höfðu beðið eftir að félagaskiptin þeirra kláruðust á Englandi. Þær létu strax að sér kveða en Rio skoraði 2 mörk og lagði upp …
Grindvíkingar lögðu Íslandsmeistara Vals og skutust upp í 2. sæti
Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í gær og má segja að hér í Grindavík hafi verið fullkomnar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Sól og hægur andvari og völlurinn iðagrænn. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og uppskáru mark strax á 13. mínútu þegar Aron Jóhannsson lét vaða á markið af nokkuð löngu færi. Anton Ari Einarsson, markvörður Valsmanna, hefði mögulega átt að …
Lokahóf yngri flokka á morgun, miðvikudag
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í íþróttahúsinu miðvikudaginn 23. maí, kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára – unglingaflokka. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veittar viðurkenningar fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi. …
Stelpurnar bíða enn eftir stigunum
Grindavíkurkonur bíða enn eftir fyrstu stigunum í Pepsi-deildinni þetta sumarið en þær eru stigalausar eftir þrjár umferðir. Í gær tóku þær á móti Valskonum hér í Grindavík og urðu lokatölur 0-3 gestunum í vil. Víkurfréttir gerðu leiknum góð skil og má lesa um leikinn og skoða myndir á vefsíðu þeirra. vf.is – Þriðja tap Grindavíkur
Grindavík Íslandsmeistarar í 10. fl. kvenna
Grindavík landaði Íslandsmeistaratitli um helgina þegar stúlkurnar í 10. flokki lögðu erkifjendur sína í Keflavík með töluverðum yfirburðum, en lokatölur leiksins urðu 53-36, Grindavík í vil. Þessi titill er enn ein rósin í hnappagat þessa flokks og Ólafar Helgu Pálsdóttur þjálfara þeirra en þær hafa landað ófáum Íslands- og bikarmeistaratitilum síðustu ár. Stelpurnar kórónuðu með þessum sigri fullkomið tímabil, en …
Sito í Grindavík
Grindavík hefur borist liðsstyrkur í Pepsi-deild karla, en hinn spænski framherji José Enrique Seoane Vergara, sem er betur þekktur undir nafninu Sito Seoane, hefur samið við liðið út tímabilið. Fótbolti.net greindi frá: Grindavík hefur samið við Spánverjann José Enrique Seoane Vergara, sem er betur þekktur undir nafninu Sito Seoane. Sito er 29 ára sóknarmaður. Hann þekkir vel til hér á …
Grindavík og KR skildu jöfn á Grindavíkurvelli
Grindavík og KR mættust á Grindavíkurvelli síðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri, eins og er svo oft í Grindavík á sumrin. Grindvíkingar komust yfir í upphafi leiks með marki frá René Joensen en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði leikinn skömmu síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og marktækifærin ekki mikið fleiri heldur. Jafntefli því staðreynd og bæði lið með 4 stig eftir fyrstu 3 …
Grindavík vann grannaslaginn við Keflavík
Grindavík vann góðan 0-2 sigur á grönnum okkar í Keflavík í Pepsi-deild karla í gær. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik komu Grindvíkingar miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og skoruðu tvö mörk með skömmu millibili. Fyrst var það varnarmaðurinn Björn Berg Bryde sem skallaði boltann í markið af stuttu færi á 57. mínútu og svo var það Sam Hewson sem …