Í kvöld mun Grindavík taka á móti vinum okkar frá Akranesi í Mjólkurbikarnum. Við ætlum ekki að vera með Bacalao mót þetta árið en ætlum í tilefni af þessum leik að vera með saltfisk fyrir leik í Gjánni og mun Bjarni Óla (Bíbbinn) sjá um eldamennskuna. Að sjálfsögðu munum við grilla hamborgara líka og vera með einhverja góða drykki með. …
Grindavík og Selfoss skildu jöfn í gær
Grindavíkurkonur nældu í eitt stig gegn Selfossi í gær, en liðin skildu jöfn, 1-1. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa oft verið betri í Grindavík en í gær og gestirnir léku undan stífum vindi í fyrri hálfleik. Þeim tókst þó ekki að nýta sér meðbyrin til að skora mark og var leikurinn markalaus allt fram á 61. mínútu þegar Ísabel Jasmín Almarsdóttir …
Óskilamunir í íþróttamiðstöðinni – átt þú eitthvað þar?
Töluvert magn óskilamuna hefur safnast upp í íþróttamiðstöðinni í vetur. Þeir liggja nú frammi í andyri hennar og verða þar og bíða eftir eigendum sínum fram að helgi. Eftir það verða ósóttir óskilamunir gefnir í Rauða krossinn. Endilega lítið við og skoðið hvort ekki leynist þarna föt eða aðrir munir sem þið saknið.
Æfingatöflur yngri flokka knattspyrnudeildar sumarið 2018
Æfingar yngri flokka knattspyrnudeildar UMFG sumarið 2018 hefjast mánudaginn 4. júní 2018 samkvæmt stundatöflu. Sjá má nánar allar æfingatöflur með því að smella hér
Grindavík náði í stig í Garðabæ – Maja með stórleik í markinu
Grindvíkingar nældu í eitt stig á gervigrasinu í Garðabænum í gær þar sem varamarkvörðurinn Maciej Majewski átti sannkallaðan stórleik. Grindvíkingar komust yfir snemma í leiknum með marki frá René Joensen en eftir það óðu Stjörnumenn hreinlega í færum en náðu aðeins að nýta eitt þeirra. Aðalmarkvörður Grindavíkur, Kristijan Jajalo, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en það kom þó lítið að sök …
Ólöf Helga tekur við Íslandsmeisturum Hauka
Íslandsmeistarar Hauka í Domino's deild kvenna hafa ráðið þjálfara fyrir komandi tímabil, en það er engin önnur en Grindvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir. Karfan.is greindi frá þessu í dag. Ólöf hefur undanfarið ár verið einn allra besti þjálfari yngri flokka á Íslandi og raðað inn titlum fyrir Grindavík. Þá hlaut hún eldskírn sína sem þjálfari meistaraflokks í vetur þegar hún tók …
Grindavík landaði fyrsta sigri sumarsins gegn Stjörnunni
Grindavíkurkonur lönduðu fyrsta sigri sumarsins og skoruðu jafnframt fyrstu 3 mörkin sín þetta tímabilið, þegar þær lögðu Stjörnuna í Garðbæ í gær, 2-3. Tvíburarnir Rio og Steffi Hardy komu loks inn í liðið í gær en þær höfðu beðið eftir að félagaskiptin þeirra kláruðust á Englandi. Þær létu strax að sér kveða en Rio skoraði 2 mörk og lagði upp …
Grindvíkingar lögðu Íslandsmeistara Vals og skutust upp í 2. sæti
Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í gær og má segja að hér í Grindavík hafi verið fullkomnar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Sól og hægur andvari og völlurinn iðagrænn. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og uppskáru mark strax á 13. mínútu þegar Aron Jóhannsson lét vaða á markið af nokkuð löngu færi. Anton Ari Einarsson, markvörður Valsmanna, hefði mögulega átt að …
Lokahóf yngri flokka á morgun, miðvikudag
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í íþróttahúsinu miðvikudaginn 23. maí, kl. 17:00. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.10 ára – unglingaflokka. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera iðkendur að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. T.d. eru veittar viðurkenningar fyrir framfarir, dugnað, ástundun, og að vera góður liðsfélagi. …
Stelpurnar bíða enn eftir stigunum
Grindavíkurkonur bíða enn eftir fyrstu stigunum í Pepsi-deildinni þetta sumarið en þær eru stigalausar eftir þrjár umferðir. Í gær tóku þær á móti Valskonum hér í Grindavík og urðu lokatölur 0-3 gestunum í vil. Víkurfréttir gerðu leiknum góð skil og má lesa um leikinn og skoða myndir á vefsíðu þeirra. vf.is – Þriðja tap Grindavíkur