Grindavík og Selfoss skildu jöfn í gær

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur nældu í eitt stig gegn Selfossi í gær, en liðin skildu jöfn, 1-1. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa oft verið betri í Grindavík en í gær og gestirnir léku undan stífum vindi í fyrri hálfleik. Þeim tókst þó ekki að nýta sér meðbyrin til að skora mark og var leikurinn markalaus allt fram á 61. mínútu þegar Ísabel Jasmín Almarsdóttir kom Grindavík yfir með marki úr aukaspyrnu af löngu færi. Gestirnir sköpuðu sér mörg færi í þessum leik en tókst aðeins að nýta sér eitt þeirra í blálokin og því urðu lokatölur 1-1 og bæði lið með 4 stig eftir 5 leiki. 

Viðtal við Ray eftir leik:

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Næsti deildarleikur Grindavíkur er heimaleikur gegn HK/Víkingi þann 19. júní, en í millitíðinni er bikarleikur gegn Fjarðabyggð/Hetti fyrir austan þann 1. júní.