Dósasöfnun 3. flokks drengja í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í dag kl. 17:30 munu drengir í 3. flokki í knattspyrnu ganga í hús og safna flöskum og dósum en þeir eru á leið til Spánar á Costa Blanca mótið í sumar. Athygli er vakin á því að ef fólk verður ekki heima en vill gefa þá er hægt að setja pokann út fyrir lóðamörk. Ef um er að ræða …

Stelpurnar fyrstar í 8-liða úrslit bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur urðu fyrsta lið sumarsins til að tryggja sig í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þegar þær unnu sameinað lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis síðastliðið föstudagskvöld. Meðan flestir Grindvíkingar skemmtu sér í litaskrúðgöngu og brekkusöng á bryggjunni héldu stelpurnar austur á firði þar sem þær unnu góðan 0-4 sigur. Rio Hardy gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu en fjórða mark Grindavíkur var sjálfsmark. Búið er …

Grindavík tekur á móti Fylki í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og Fylkir mætast í kvöld, mánudagskvöldið 4. júní, kl 19:15 og má búast við hörkuleik. Hörður Björgvin Magnússon landsliðsmaður sagði þetta um leikinn þegar hann var beðinn um að spá fyrir um úrslitin: „Bæði þessi lið hafa staðið sig vel í byrjun og þetta er basic jafntefli. Þetta verður fjörugur leikur og ég mæli með að fólk fari á þennan leik.“ Hörður …

Grindavík úr leik í Mjólkurbikar karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar féllu úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær, eftir 1-2 tap gegn 1. deildarliði ÍA hér í Grindavík. Grindvíkingar stjórnuðu leiknum framan af en gekk illa að skapa sér afgerandi færi. Gestirnir komust yfir snemma í seinni hálfleik og reiknuðu þá margir með að líf myndi færast yfir heimamenn en þeir virkuðu áfram frekar líflausir. Það var …

Jóhann Dagur sigraði U17 flokkinn í Cervélo TT mótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í gærkvöldi var haldið annað bikarmótið í tímatöku (time trial) á Stapafellsvegi við Seltjörn. Hjólað var upp í Stapafellsnámur og til baka, almenningsflokkur og unglingaflokkar hjóluðu brautina,11,5 km einu sinni, en Elite flokkar hjóluðu brautina tvisvar, alls 23km. Alls voru 66 skráðir keppendur í mótinu sem fór fram við frábærar aðstæður. Mótið átti að fara fram kvöldið áður en í ljósi þess að …

Hjólareiðanámskeið UMFG hefst í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Hjólareiðadeild UMFG stendur fyrir hjólreiðanámskeiði dagana 31. maí til 18. júní. Námskeiðið verður 9 skipti og verður verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Námskeiðið er fyrir alla krakka á aldrinum 10-14 ára og verður farið  í helstu grunnatriði hjólreiða. Má þar nefna: – Hvernig á að haga sér í umferðinni – Hvernig á að skipta um gír – Hvernig skiptum við um …

Saltfiskveisla og hamborgarar fyrir leik í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í kvöld mun Grindavík taka á móti vinum okkar frá Akranesi í Mjólkurbikarnum. Við ætlum ekki að vera með Bacalao mót þetta árið en ætlum í tilefni af þessum leik að vera með saltfisk fyrir leik í Gjánni og mun Bjarni Óla (Bíbbinn) sjá um eldamennskuna.  Að sjálfsögðu munum við grilla hamborgara líka og vera með einhverja góða drykki með. …

Grindavík og Selfoss skildu jöfn í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur nældu í eitt stig gegn Selfossi í gær, en liðin skildu jöfn, 1-1. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa oft verið betri í Grindavík en í gær og gestirnir léku undan stífum vindi í fyrri hálfleik. Þeim tókst þó ekki að nýta sér meðbyrin til að skora mark og var leikurinn markalaus allt fram á 61. mínútu þegar Ísabel Jasmín Almarsdóttir …

Óskilamunir í íþróttamiðstöðinni – átt þú eitthvað þar?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Töluvert magn óskilamuna hefur safnast upp í íþróttamiðstöðinni í vetur. Þeir liggja nú frammi í andyri hennar og verða þar og bíða eftir eigendum sínum fram að helgi. Eftir það verða ósóttir óskilamunir gefnir í Rauða krossinn. Endilega lítið við og skoðið hvort ekki leynist þarna föt eða aðrir munir sem þið saknið.