Þau stórtíðindi hafa nú borist frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur að búið er að skrifa undir samning við Daníel Guðna Guðmunsson en hann mun þjálfa meistaraflokk karla í körfubolta næsta tímabil. Deildin tilkynnti þetta með ánægju á Facebook síðu sinni um hádegisbilið í dag. Í tilkyningunni segist körfuknattleiksdeildin vera mjög ánægð með ráðninguna.” Daníel er mjög flottur og spennandi þjálfari sem hefur safnað …
Heimaleikur á sunnudag kl.17:00
Grindavíkurstúlkur taka á móti Fjölni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sæti í úrvaldsdeild að ári. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn á útivelli og eru því komnar í 1-0. Það er mikilvægt fyrir þær að fá allan þann stuðning sem kostur er á í næsta leik sem fer fram á sunnudaginn, hér heima, klukkan 17:00. Grindvíkingar eru hvattir til að …
Grindavík yfir í úrslitaeinvíginu
Grindavík vann Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaviðureign um laust sæti í Domino’s deildinni í körfubolta kvenna á næsta ári. Lokatölur urðu 72-79 en leikurinn fór fram á heimavelli Fjölnis í Grafarvoginum. Stelpurnar eru því komnar með 1-0 yfirhönd í einvíginu, en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili. Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var …
Grindavík heimsækir Fjölni í kvöld kl. 19:15
Grindavíkurstúlkur tryggðu sér áfram í úrslitaeinvígi 1. deild kvenna í körfuknattleik með sigri á Þór Akureyri í síðustu viku. Fyrsti leikur þeirrar rimmu fer fram í kvöld á heimavelli Fjölnis og hefst hann kl.19:15. Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til að fjölmenna í Dalhús í Grafarvogi og styðja stelpurnar til sigurs. Það er mikið í húfi að vinna þessa viðureign, það lið sem …
Ólafur og Sigtryggur Arnar áfram hjá Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur tilkynnt með mikilli ánægju að búið sé að semja við fyrirliðann Ólaf Ólafsson til þriggja ára. Þá hefur deildin einnig samið áfram við Sigtrygg Arnar til tveggja ára. Þetta eru sannarlega gleðitíðindi fyrir Grindavík. Strákarnir fóru því miður í sumarfrí fyrir helgi þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli í fjórða leik liðanna. Þessi nýju leikmanna-tíðindi eru góð fyrir …
Fáum oddaleik! Fjórði leikurinn í kvöld kl.18:30
Það er að duga eða drepast fyrir Grindavík í Dominos-deild karla í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir Stjörnunni en lið þarf að vinna 3 leiki til að komast áfram í keppninni. Grindavík ætlar sannarlega ekki í sumarfrí strax, sigur er því það eina í stöðunni í kvöld fyrir okkar menn til að knýja fram oddaleik, sem verður í Garðabæ á mánudaginn kemur, …
Grindavík tekur á móti Þór Ak í kvennakörfunni í kvöld
Grindavíkurkonur eru, líkt og karlaliðið, á fullu í úrslitakeppninni í körfuknattleik. Þær mæta liði Þórs á Akureyri á heimavelli í kvöld kl. 19:15. Staðan er 2-0 fyrir Grindavík. Stúlkurnar eru því einum leik frá því að komast áfram í næstu umferð um baráttu í úrvaldsdeild í haust. Það er því mikið í húfi hjá stelpunum sem þurfa á stuðningi að …
5 stúlkur úr Grindavík valdar í U15 ára landsliðið
Fimm stúlkur úr Grindavík hafa verið valdar í U15 landslið í körfubolta fyrir sumarið 2019. Þetta eru þær Fjóla Bjarkadóttir, Hekla Eik Nökkvadóttir, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Ísland mun senda til leiks á Copenhagen-Inviational mótið í Danmörku tvö lið hjá strákum og stúlkum. Mótið fer fram í Farum, Kaupmannahöfn dagana 21.-23. júní en hópurinn heldur út þann 20. …
Jón Axel valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson -skólans í bandaríska háskólaboltanum NCAA, hefur verið að standa sig frábærlega í vetur með liðinu sínu. Í gær var tilkynnt að Jón Axel hefði verið valinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar en það eru þjálfarar A-10 sem sjá um valið. Guðmundur Bragason, faðir Jóns Axels sagði stoltur frá þessu á Facebook síðu sinni í …
Aðalfundur minni deilda 2019
Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnar fundi sem að haldinn var 14.janúar 2019 að halda sameiginlegan aðalfund fyrir eftirtaldar deildir innan UMFG. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 27.febrúar 2019 kl 20:00 í Gjánni sal íþróttamiðstöðvarinnar kl 20:00. Deildirnar: Taekwondo, judó, fimleikadeild, sunddeild, skákdeild, hjólreiðadeild og skotdeild. Dagskrá fundarins er: 1. Skýrsla Hjólreiða deildar og reikningar deildarinnar 2. Skýrsla Sund deildar og reikningar …