Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG verður með sölu/mátun á búningum mánudaginn 2. febrúar frá kl. 17:00-18:00 fyrir yngri flokka deildarinnar. Salan fer fram í útistofu UMFG við Grunnskólann. Búningurinn kostar 10.000 kr. og þarf að staðgreiða búninginn við pöntun. Grindavíkursokkar verða líka til sölu og kosta þeir 1.000 kr.
11 grindvískir sigrar í röð
Grindvíkingar unnu góðan sigur á Stjörnunni í gær í Dominosdeild karla og hafa grindvísku liðin nú unnið samanlagt 11 leiki í röð í deildum og bikar. Umtalsverð batamerki hafa sést á leik liðsins í síðustu leikjum. Að endurheimta Jón Axel hefur reynst Grindvíkingum happadrjúgt og þá er Jóhann Árni að finna sitt gamla form á ný en hann virkaði ferskur …
Sjálfboðaliðar á knattspyrnunámskeið
Óskað er eftir sjálfboðaliðum, foreldrum og forráðamönnum. Vegna mikillar eftirspurnar á knattspyrnunámskeiðið sem haldið verður 30.janúar-01.febrúar vantar sjálfboðaliða til að standa vaktir á námskeiðinu. Vaktirnar eru af ýmsu tagi t.d aðstoð í mötuneyti, gæslu í sundlaug/íþróttahúsi og fylgd milli staða. Ef þið sjáið ykkur fært um að aðstoða þá látið Ægi vita aegir@umfg.is eða hafið samband við knattspyrnudeild í síma …
Haukar lagðir í annað sinn, nú í deildinni
Grindavíkurstúlkur heimsóttu Hauka í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi og sóttu góðan sigur á Ásvellina. Sigrarnir hafa því hlaðist upp hver á fætur öðrum í deildinni og eru Haukar og Grindavík nú bæði með 22 stig í 3. og 4. sæti. Karfan.is fjallaði um leikinn: ,,Haukar tóku á móti Grindavík í kvöld í 17. umferð Dominosdeildar kvenna og var þetta önnur …
Afrekssamningur 3.flokks UMFG
Á Þriðjudaginn 20.janúar 2015 komu saman á sal skólans drengir og stúlkur í 3.flokk knattspyrnudeildar UMFG til þess að skrifa undir afrekssamning við deildina. Afrekssamningur þessi felur í sér að krökkunum er kennt þau grunngildi sem koma til með að hjálpa þeim í lífinu. Leikmönnum verður boðið upp á aukaæfingar, fræðslu, hvatningu og annað sem hjálpar þeim að bæta sig …
Grindavík mætir Njarðvík í undanúrslitum bikarins
Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í hádeginu í dag og drógust Grindavíkurstúlkur gegn Njarðvíkingum. Þó svo að enginn leikur sé auðveldur í bikarnum þá má engu að síður segja að um draumadrátt hafa verið að ræða fyrir Grindavík þar sem að hinir möguleikarnir voru Keflavík og Snæfell. Leikirnir í 4-liða úrslitunum fara fram 1. …
Ray Jónsson til liðs við meistarana á Filipseyjum
Fótbolti.net greindi frá því í morgun að Grindvíkingurinn Ray Anthony Jónsson væri um það bil að semja við ríkjandi Filipseyjameistara í knattspyrnu. Hann hefur undanfarið æft með þeim og allar líkur á að hann geri 6 mánaða samning við félagið. Ray sem lék um árabil með Grindavík á að baki 31 leik með landsliði Filipseyja. Frétt fótbolta.net: „Ray Anthony Jónsson …
Stelpurnar komnar í 4-liða úrslit
Það var boðið uppá heldur betur fjörugan bikarleik í Röstinni á laugardaginn þegar Haukar komu í heimsókn í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Framlengingu þurfti til að skera úr um hvaða lið færi áfram og þar tóku okkar stúlkur öll völd á vellinum og kláruðu leikinn örugglega. Bryndís Gunnlaugsdóttir var á leiknum og skrifaði þennan pistil fyrir karfan.is: Það var boðið …
Sigur í Borgarnesi í framlengdum leik
Grindvíkingar heimsóttu Borgarnes í gær í Dominosdeild karla, en þar tók á móti þeim fyrrum liðsfélagi þeirra, Magnús Þór Gunnarsson, sem lét þristunum rigna í leiknum. Leikurinn var afar jafn og spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit, þar sem Grindvíkingar voru mun sterkari og unnu að lokum 15 stiga sigur. Eftirfarandi umfjöllun birtist á heimasíðu Skallagrímsmanna í …
8-liða úrslit í bikarnum, fyllum stúkuna!
Grindavík tekur á móti Haukum í Röstinni á morgun, laugardag, í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Láki á Salthúsinu verður klár með súpu og brauð á sannkölluðu bikarverði klukkan 13:00 til að hita upp og koma mönnum í gírinn fyrir leikinn. Leikurinn hefst klukkan svo klukkan 15:00 og hvetjum við alla Grindvíkinga til að mæta og fylla stúkuna af gulum og glöðum …