Grindvíkingar heimsóttu Stjörnuna í Ásgarð í Garðabænum í gær og er skemmst frá því að segja að það reyndist engin frægðarför. Grindvíkingar sem voru nýbúnir að venjast því að spila með hinum bandaríska Eric Wise þurftu nú að aðlagast því á ný að spila án hans þar sem hann var í banni í leiknum. Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og var …
Slæmt tap heima gegn Snæfelli
Snæfell virðist vera að ná einhverju taki á Grindavík en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn Grindavík í karla og kvennaflokki, nú síðast hér í Mustad höllinni þar sem Snæfellskonur fóru nokkuð létt með stöllur sínar úr Grindavík, lokatölur 60-83 gestunum í vil. Grindvíkingar léku án Petrúnellu Skúladóttur sem fékk höfuðhögg gegn Stjörnunni á dögunum og í …
Aftur 13 og risakerfi – Risaseðill og risapottur um helgina
Um þar síðustu helgi komu 13 réttur í Gula Húsið og skilaði það 1.750.000 kr í vasa fimm ungra Grindvíkinga. Þetta er í annað skiptið sem að 13 réttir koma í Gula húsið á síðan í september. Alls hafa verið greiddar út um 2.5 milljónir á 2 mánuðum Það verður Risapottur hjá Getraunum um helgina og stefnir potturinn í 200 …
Tækniæfingar í Hópinu á þriðjudögum
Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 5., 4. og 3.flokki drengja og stúlkna næstu þriðjudaga frá kl.15.30-16.15 í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.
Grindavík áfram í bikarnum en ÍG úr leik
Tveir leikir í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik fóru fram í Grindavík um helgina. Á laugardaginn tóku ÍG menn á móti hávaxnasta manni Íslands og Þór frá Þorlákshöfn og á sunnudaginn var svo úrvalsdeildarslagur þar sem FSu sótti Grindavík heim. Þrátt fyrir hetjulega baráttu áttu ÍG aldrei möguleika í gestina frá Þorlákshöfn, enda umtalsverður getumunur á 2. deild …
Grindavíkurliðin fá heimaleiki í 16-liða úrslitum
Dregið var í 16-liða úrslit í bikarkeppni KKÍ í hádeginu en kvennalið Grindavíkur á þar titil að verja. Grindavík fékk heimaleiki hjá báðum kynjum. Stelpurnar taka á móti Njarðvík en strákarnir fá Stjörnuna í heimsókn. Enn á eftir að ákveða leikdaga og sagðist Lórenz Óli formaður körfuknattleiksdeildarinnar, vonast eftir tvíhöfða í Grindavík og fullu húsi af fólki.
Bikarslagur í dag, FSu koma í Mustad höllina
Það verður bikarslagur í Mustad höllinni í kvöld þegar karlalið Grindavíkur hefur bikarbaráttu ársins í 32-liða úrslitum. Gestirnir koma frá Selfossi í þetta skiptið, en Grindavík og FSu mættust einmitt í fyrstu umferð Domins deildarinnar þar sem Grindavík fór með eins stigs sigur af hólmi í Iðunni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og ætlar stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG að bjóða gestum uppá …
31 stig og 16 fráköst frá Eric Wise dugðu ekki gegn stórskothríð Snæfells
Grindvíkingar frumsýndu nýjan leikmann í gær þegar Eric Wise lék sinn fyrsta leik í gula búningnum. Í fyrstu þremur leikjum deildarinnar höfðu Grindvíkingar leikið Kanalausir og komist ágætlega frá þeim og voru taplausir. Eric sýndi að hann er hörkuleikmaður, skoraði 31 stig og tók 16 fráköst en eins og svo oft þegar nýr leikmaður kemur inn í leik liðs sem …
Sex stig í 4. leikhluta dugðu skammt gegn Haukum
Grindavík sótti Hauka heim í gær í Dominos deild kvenna en bæði lið voru taplaus fyrir þennan leik. Haukar eru með gríðarlega öflugt og vel mannað lið og var fyrir mót spáð efsta sæti í deildinni og því nokkuð ljóst að það yrði á brattan að að sækja fyrir Grindavík í þessum leik. Það var þó ekki að sjá á …
Hræringar í leikmannahópi Grindavíkur, Angel og Alejandro farnir
Fótbolti.net fjallaði um leikmannamál Grindavíkur í gær en þar kom fram að SpánverjarnirAlejandro Jesus Blazquez Hernandez og Angel Guirado Aldeguer séu báðir á förum frá félaginu, og þá er óvissa með áframhaldandi þátttöku Slóvenans Tomislav Misura. Þá kom einnig fram á fótbolta.net að Jóhann Helgason sé að íhuga að leggja skóna á hilluna svo að það er ólíklegt að hann …