Vetrarstarf fimleikadeildar UMFG hefst 6. september

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir

Vetraræfingar hjá fimleikadeild UMFG eru handan við hornið, en þær hefjast þriðjudaginn 6. september næstkomandi. Opið er fyrir skráningar í NÓRA kerfinu til 2. september. Fyrir áhugasama iðkendur standa til boða fjórar æfingar til prufu frá og með fyrstu æfingu, en ætli nemendur ekki að halda áfram eftir þann tíma þarf að afskrá viðkomandi í NÓRA kerfinu fyrir 20. september.  …

Körfuboltaæfingar hefjast á morgun, 1. september

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Æfingar hjá yngri flokkum hjá körfuknattleiksdeild UMFG hefjast á morgun, fimmtudaginn 1. september. Æfingatöflur allra flokka og þjálfara má sjá hér að neðan: Leikskólaæfingar (4-5 ára drengir og stúlkur)Þjálfari: Sandra DöggÞriðjudagar 17:30-18:00 1.og 2. bekkur drengirÞjálfari: Jóhann Árni ÓlafssonMiðvikudagar 14:10-15:00Föstudagar 13:20-14:00 1.og 2. bekkur stúlkurÞjálfari: Sandra DöggÞriðjudagar 14:20-15:00Fimmtudagar 14:20-15:00 3.og 4. bekkur drengirÞjálfari: Ólöf Helga Mánudagar 14:30-15:30Miðvikudagar 14:00-15:00Laugardagar 14:00-15:00 3.og …

Grindavík í dauðafæri – Ókeypis á völlinn gegn Fjarðabyggð á laugardaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurpiltar taka á móti Fjarðabyggð í Inkassodeild karla í knattspyrnu á laugardaginn kl. 14:00 á Grindavíkurvelli. Ókeypis aðgangur er á völlinn. Eins og fram kemur í auglýsingu knattspyrnudeildar UMFG segir að  „við erum í dauðafæri að tryggja okkur sæti í Pepsideildinni. En við þurfum ykkar stuðning til að leggja harðskeytta Austfirðinga að velli sem eru að berjast fyrir lífi sínu …

Körfuknattleiksdeild æfingatöflur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Æfingatöflur körfuknattleiksdeildarinnar eru komnar á síðu deildarinnar http://www.umfg.is/umfg/karfaaefingar Æfingar munu hefjast þann 01.sept 2016 

Stelpurnar rúlluðu riðlinum sínum upp

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik í B-riðli 1. deildar í gær þegar þær lögðu lið Augnabliks að velli hér í Grindavík, 3-0. Mörkin skoruðu þær Majani Hing-Glover, Linda Eshun og Sashana „Pete“ Campell. Grindavík endaði á toppi riðilsins með 37 stig, 9 stigum á undan næsta liði, með markatöluna 46-4. Nú tekur við úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild …

Jafntefli á Selfossi í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sóttu aðeins 1 stig á Selfoss í gær í miklum baráttuleik sem lauk með 1-1 jafntefli. Leikurinn var markalaus fram á 72. mínútu þegar Alexander kom okkar mönnum yfir en Selfyssingar jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Grindvíkingar sitja þó enn á toppi deildarinnar þar sem KA menn léku ekki í gær. Þegar 4 umferðir eru eftir af …

Daníel Leó í U21 landsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingur Daníel Leó Grétarsson, sem leikur með liði Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, hefur verið valinn í U21 landslið Íslands sem leikur tvo leiki í undankeppni EM í september. Fyrri leikurinn er gegn Norður Írum þann 2. september og sá seinni gegn Frökkum þann 6. september. Daníel á 4 leiki að baki með U21 liðinu og 10 leiki með U19 Ísland …

Grindavík heimsækir Selfoss á eftir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar freista þess að sækja 3 stig á Selfoss í kvöld í Inkasso-deildinni og komast þannig einu skrefi nær sæti í Pepsi-deildinni að ári. Grindavík er í efsta sæti deildarinnar með 37 stig en KA er aðeins einu stigi á eftir. Fyrri leik þessara liða lauk með 1-1 jafntefli þar sem gestirnir frá Selfossi jöfnuðu í uppbótartíma. Grindavík hefur ekki …

Grindvíkingar enn taplausir á heimavelli – Pepsideildin innan seilingar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar lönduðu enn einum heimasigrinum í Inkasso-deildinni um helgina þegar þeir lögðu HK, 4-0. Úrslitin gefa kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum sem einkenndist af mikilli baráttu en okkar menn settu þrjú mörk á síðustu tíu mínútunum og lokuðu leiknum með glæsibrag. Grindavík er því áfram efst í deildinni með 37 stig, einu stigi á undan KA mönnum en …