Judo námskeið fyrir 3-5 ára

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 21. september 2016 kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðið mun vera á miðvikudögum kl 16:00-16:45 og kosta þessir tveir mánuðir 8.000.- kr. Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG   

Úrslitaleikur 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli á morgun, þriðjudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Leikið verður til úrslita í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli á morgun, þriðjudaginn 27. september, klukkan 16:00. Grindavík mætir þar liði Hauka en bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni að ári.  Tilvalið að skella sér á völlinn strax eftir vinnu og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Áfram Grindavík!

Fimleikar- ný æfingatafla

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Það er komin ný æfingatafla fyrir fimleikadeildina 2016-2017  http://www.umfg.is/umfg/fimleikaraefingar

Sæti í Pepsi-deildinni í húfi á Grindavíkurvelli í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætir ÍR á heimavelli kl. 16:00 í dag, föstudag, í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Grindavík er í sannkölluðu dauðafæri til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári en stelpurnar unnu fyrri leikinn, 0-2. Það verður frítt inn á völlinn og gera stelpurnar ráð fyrir að sjá sem flesta á vellinum til að styðja þær til sigurs.  Áfram Grindavík!

Annað skvísuleikfiminámskeið í boði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Til stendur að bjóða uppá annað námskeið í skvísuleikfimi í Gym Heilsu ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur, tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 19:45-20:45 (ATH breytta daga en áður). Áætlað er að námskeiðið hefjist mánudaginn 3. október. Umsjón með námskeiðinu hefur Birgitta Káradóttir. – Fjölbreyttir tímar í skemmtilegum félagsskap – Gjald fyrir …

Stangarskotið á netið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stangarskotið, fréttablað knattspyrnudeildar UMFG, er komið út í annað sinn á þessu ári. Í þessu töluðublaði er sumarið gert upp fyrir alla flokka, frá leikskólabörnum til meistaraflokks beggja kynja. Blaðið var borði út í öll hús í bænum en nú er einnig hægt að sækja rafrænt eintak með því að smella hér.

null

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Æfingatöflur yngri flokka knattspyrnudeildar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Æfingatöflur yngri flokka í knattspyrnu hjá UMFG eru klárar en þær má sjá í heild sinni hér að neðan. Æfingar byrja á morgun, miðvikudaginn 21. september, hjá öllum flokkum nema 8. og 6. flokki kvenna en þær byrja í næstu viku.

Fyrsta sætið gekk Grindvíkingum úr greipum á Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

KA-menn tryggðu sér endanlega 1. sætið í Inkasso-deildinni þetta tímabilið þegar þeir sigruðu okkar menn á Akureyri á laugardaginn, 2-1. Grindavík komst yfir í leiknum með marki frá Andra Rúnari Bjarnasyni en KA settu tvö mörk á 4 mínútum um miðjan seinni hálfleik. Seinna markið kom úr víti og þótti sá dómur í meira lagi vafasamur. Grindavík á leik heima …