Þorleifur Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur og var hann valinn úr hópi umsækjenda.
Þorleifur eða Lalli eins og við köllum hann hjá UMFG er á fertugsaldri og er fæddur og uppalinn í Grindavík. Hann hefur þjálfað flesta flokka innan körfuknattleiksdeildar ásamt því að vera sjálfur leikmaður allra flokka þar frá unga aldri.
Lalli er nú þegar farin að starfa fyrir deildirnar og er með aðstöðu í Tollhúsinu í Reykjavík eins og er og mælum við með að aðilar hafi samband við hann áður en þeir leggja sér leið þangað til að hitta hann !
netfang framkvæmdastjóra UMFG er framkv@umfg.is
Aðalstjórn og stjórnarmenn deilda UMFG binda miklar vonir við að að ráðning Lalla muni styrkja og efla hið öfluga starf félagsins, við vonum svo sannarlega að þið takið vel á móti honum.
Myndina tók Ingibergur Þór