Lokahóf allra yngri flokka verður í íþróttahúsinu í dag klukkan 17:00 Afhending viðurkenninga og síðan grillveisla. Foreldrar eru velkomnir. Með kveðju, Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG.
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur 2014
Lokahóf körfuboltans verður haldið laugardaginn 10.maí á BrúnniHúsið opnar kl. 19:00 Að sjálfsögðu verður EUROVISION-stemning á staðnum!!Veislustjóri: Jón Björn Ólafsson (karfan.is sérfræðingur) Annáll karlaliðs í boði Jóa og Lalla Skemmtiatriði kvennaliðs Óvænt skemmtiatriði frá stjórn Söngvakeppni Fjöldasöngur Lambalæri per exelanceEftirrétturGestir lokahófs geta keypt miða á dansleik á Salthúsinu á 1.000 kr (verð 1.500)Verð: 4.900 Takmarkaður miðafjöldi í boði. Miðapantanir hjá Ásu …
Aðalfundur UMFG 2014
Aðalfundur UMFG 2014 ( Aðalstjórn) Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem haldinn var 03.mars 2014 að halda aðalfund UMFG 2014. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 11.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Dagskrá fundarins er: Venjulega aðalfundarstörf
Ómar og Jóhann framlengja í Grindavík
Domino’s deildarlið Grindavíkur í körfubolta karla hefur náð að tryggja sér áfram starfskrafta tveggja lykilleikmanna, en þeir Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson framlengdu samninga sína við liðið á dögunum. Jóhann samdi við liðið til fimm ára en Ómar til þriggja ára. Frá þessu er greint á Karfan.is. Þar er jafnfram greint frá því að hugsanlega séu Grindvíkingar að missa …
Leikur 4 af 5 í kvöld
Þann 25. apríl 2013 fór fram fjórði leikur Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn 2013. Flestir boltaspekingar voru búnir að spá Stjörnunni sigur og var sigurhátíð í undirbúning í Garðabænum þar sem Grindavíkurliðið þótti vera lakari aðilinn í einvíginu.Sú varð nú ekki raunin og Grindavík vann 88-82 og tryggði sér svo titilinn í oddaleik. Þetta er kunnulegt ferli og …
Ólafur fær áminningu
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað í máli Ólafs Ólafssona. Nefndin telur áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni, þar sem hann baðs afsökunar fljótt og af eigin frumkvæði. Ólafur er því klár í leikina tvo sem eftir eru. Sjá úrskurðinn
Skellur í vesturbænum
Grindavík var inn í leiknum í fyrsta leikhluta en eftir það tók KR öll völdin á vellinum og sigraði örugglega 87-58. KR leiðir því einvígið 2-1 og næsti leikur í Grindavík 1.maí. Hægt er að lesa umfjöllun um leikinn á helstu vefmiðlum og ég nenni ekki að rifja hann meira upp hérna. Ólafur Ólafsson kom fram í viðtali strax …
Íslandsmeistarar í 11. flokki
Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þór frá Þorlákshöfn var í gær Íslandsmeistari í 11 flokki karla. Við óskum strákunum og Jóhanni Árna Ólafssyni, þjálfara liðsins, til hamingju með frábæran árangur. Umfjöllun karfan.is af leiknum: “Sameiginlegt lið Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn er Íslandsmeistari í 11. flokki karla eftir sigur á Breiðablik í úrslitaviðureign liðanna í Smáranum í Kópavogi. Um sögulegan sigur …
Leikur 3
Það er strax komið að leik númer 3 í úrslitum Dominos deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í DHL höllinni. KR verður með bbq frá 17:30 og um að gera að mæta snemma og hita sig upp fyrir leikinn. Stuðningurinn úr stúkunni í síðasta leikhluta var á við besta oddaleik og nauðsynlegt að halda þessu áfram frá …
Einvígið jafnað
Staðan í einvígi Grindavíkur og KR um Íslandsmeistaratitilinn er 1-1 eftir frækinn sigur hjá Grindavík í gær 79-76. Leikurinn skiptist í tvo hluta, frekar lélegar 33 mínútur og svo 7 frábærar mínútur. Þessar 7 mínútur dugðu og er byrinn núna með okkar mönnum. Liðin þekkja hvorn annan allt of vel þannig að varnir beggja liða náðu að stoppa flæðið í …