Þá er komið að hinu árlega jólabóni körfunnar. Þetta er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir okkur og hefur vel verið tekið á móti okkur síðustu ár. Og enn bætum við í með skipulag, mannskap og gæðaeftirlit en það hefur einmitt verið til fyrirmyndar. Að sjálfsögðu er um alþrif að ræða og verðskráin er eftirfarandi : Fólksbíll – 8.000 Jepplingur – 10.000 …
Sætur sigur á Keflavík og 4. sætið innan seilingar
Grindavíkurstúlkur tóku á móti Keflavík síðastliðinn sunnudag og er skemmst frá því að segja að okkar konur lönduðu góðum sigri, 70-79. Sigurinn hefur sennilega verið extra sætur fyrir Sverri og stelpurnar hans enda fyrsti sigurinn á liði úr topp 4 í vetur og þá höfðu Keflvíkingar farið ansi illa með okkur fyrr í vetur. Rachel Tecca var sem fyrr atkvæðamest …
Langþráður sigur í höfn, fimm leikja taphrinu lokið
Eftir fimm tapleiki í röð hjá Grindvíkingum í Dominosdeild karla kom loks sigur í hús á föstudaginn. Þá mættu okkar menn í heimsókn í Grafarvoginn til Fjölnismanna. Báðum liðunum hafði ekki gengið sérlega vel í deildinni og aðeins uppskorið tvo sigra í níu leikjum. Sigur í þessum leik var því ekki síst mikilvægur til þess að slíta liðið frá botnbaráttunni …
Stelpurnar áfram í bikarnum en töpuðu í deildinni
Það er öllu bjartara yfir gengi kvennaliðs Grindavíkur í meistaraflokki en karlaliðinu þessa dagana. Þær eru komnar áfram í bikarnum í 8-liða úrslit eftir góðan sigur gegn Hamri í Hveragerði á laugardaginn en sigur gegn einu af 4 toppliðum deildarinnar lætur þó enn bíða eftir sér. Leikurinn gegn Hamri endaði 74-88, og var það að sögn góð byrjun sem skóp …
Enn syrtir í álinn hjá strákunum, úr leik í bikarnum
Enn verður einhver bið eftir næsta sigri hjá okkar mönnum í körfunni. Eftir tæpan ósigur gegn Tindastóli á dögunum vonuðust eflaust margir eftir því að strákarnir myndu reka af sér sliðruorðið gegn Keflvíkingum, en ekki gekk sá draumur eftir. Þó voru enn margir bjartsýnir á að halda mætti bikardraumnum lifandi á Sauðárkróki en Tindastólsmenn voru ákveðnir í að kæfa þann …
KR-ingum rutt úr vegi
Stelpurnar okkar unnu nokkuð þægilegan og öruggan sigur á KR-ingum í gær, lokatölur 80-60. Í kvöld fara strákarnir svo til Keflavíkur og ætla sér örugglega ekkert annað en sigur á nágrönnum okkar. Því miður var enginn fulltrúi grindavík.is né karfan.is á leiknum í gær en við birtum í staðinn frétt af vf.is: ,,Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með KR-inga þegar …
Innskráningakerfi UMFG
Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða upp á hefur verið ákveðið að börnin verði skráð samkvæmt mætingalistum sem þjálfarar hafa skilað inn til gjaldkera. Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða …
Tap gegn Stólunum í háspennuleik
Grindvíkingar tóku á móti Tindastóli í Dominosdeild karla í gærkvöldi og enn ætlar að verða einhver bið eftir næsta sigri hjá okkar mönnum. Eftir leikinn situr Grindavík í 10. sæti með tvo sigra og 6 töp. Nóg er þó eftir af deildarkeppninni og voru mikil batamerki á leik liðsins í gær og hefðu sigurinn hæglega getað endað okkar megin en …
Þægilegur 25 stiga heimasigur gegn Blikum
Stelpurnar okkar unnu í gær nokkuð þægilegan 25 stiga sigur á Blikum hér á heimavelli, en lokatölur leiksins urðu 89-64, Grindavík í vil. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Grindavík var þó yfir allan tímann. Hægt en örugglega byggðu þær upp forystuna og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Eins og svo oft áður í vetur var Rachel …
Breiðablik heimsækir Röstina í kvöld – leikjaplan fram að áramótum
Grindavík tekur á móti Breiðabliki í kvöld í Dominosdeild kvenna. Gengi Grindavíkur hefur verið upp og ofan framan af hausti og uppskeran 4 sigrar og 4 töp og situr liðið eins og er í 5. sæti. Fjögur efstu sætin gefa keppnisrétt í úrslitakeppninni. Blikar eru í næsta sæti fyrir neðan okkur, en hafa aðeins landað einum sigri og hlýtur sigur …