Þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Petrúnella Skúladóttir verða fulltrúar Grindavíkur í kvennalandsliðinu í körfuknattleik sem keppir á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða hér á landi 1.-6. júní næstkomandi. Þær stöllur eru í hópi leikreyndustu leikmanna liðsins með 28 og 25 A-landsleiki í sarpnum en aðeins 3 leikmenn hafa leikið fleiri leiki en þær. Þær Ingibjörg Jakobsdóttir og María Ben Erlingsdóttir voru einnig …
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar miðvikudaginn 27.maí kl 17:00
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í íþróttahúsinu miðvikudaginn 27.maí kl 17:00. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – 11.flokks. Körfuknattleiksdeildin ákvað í fyrra að hætta að verðlauna fyrir bestu einstaklingana í yngstu flokkunum heldur þess í stað að verðlauna krakkana fyrir góð gildi sem gera þau …
Aðalfundi UMFG frestað til 2.júní
Aðalfundi UMFG hefur verið fresta til 02.júní 2015 kl 20:00. Fundurinn verður haldinn á sal nýju íþróttamiðstöðvarinnar við Austurveg 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Hilmir og Nökkvi flottir fulltrúar Grindavíkur á Norðurlandamótinu í Solna
Norðurlandamót yngri landsliða (U16 og U18) fór fram í bænum Solna í Svíþjóð nú á dögunum og áttu Grindvíkingar einn fulltrúa í hvoru karlaliði. Hilmir Kristjánsson var lykilmaður í silfurliði U18 liðinu en hann byrjaði alla leiki liðsins og skilaði góðu framlagi til árangurs liðsins. Það gekk ekki jafn vel hjá U16 ára liðinu en okkar maður Nökkvi Már Nökkvason …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 26.maí 2015 kl 20:00. Fundurinn verður haldinn á sal nýju íþróttamiðstöðvarinnar við Austurveg 1 venjulega aðalfundarstörf.
Sex Grindvíkingar í æfingahópum A-landsliðanna
Sex leikmenn Grindavíkur í körfubolta hafa verið valdir í æfingahópa A-landsliða Íslands í körfubolta fyrir Smáþjóðaleikanna. Stelpurnar eiga fjóra fulltrúa en strákarnir tvo. Í æfingahóp kvenna voru eftirtaldir leikmenn Grindavíkur valdir: Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1990 · 178 cm · 12 landsleikir María Ben Erlingsdóttir – Grindavík · Miðherji · f. 1988 · 184 cm · …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG
Aðalfundur körfuknattleiksdeildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 20 mai í aðstöðu Ungmennafélagsins kl 20:00. Venjuleg og hefðbundin aðalfundarstörf. Allir velkomnir.
Bestu brotin úr leik Grindavíkur og Fjarðabyggðar
Óli Stefán Flóventsson, annar af þjálfurum Grindavíkur í knattspyrnu, hefur tekið upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að setja upptökur úr leikjum Grindavíkur á Youtube. Fyrir þá sem misstu af leiknum má sjá brot af því besta hér að neðan, og eldri leiki á Youtube síðu Óla Stefáns. Frábært framtak hjá knattspyrnudeildinni, þó svo að þeir hafi reyndar gleymt að snúa …
Körfuknattleiksþing KKÍ um helgina, Grindvíkingar áberandi í stjórn
Viðburðarríku körfuknattleiksþingi KKÍ lauk núna á laugardaginn. Allir sitjandi stjórnarmenn KKÍ gáfu kost á sér til endurkjörs og enginn bauð sig fram á móti þeim og var því sjálfkjörið í stjórn. Í stjórn KKÍ eiga Grindvíkingar tvo fulltrúa, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Eyjólf Guðlaugsson. Þá er Nökkvi Már Jónsson varamaður í áfrýjunardómstól. Um þingið má lesa nánar á kki.is. Myndin …
Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG annað kvöld
Lokahóf körfunnar verður haldið núna á laugardagskvöldið í salnum í nýja íþróttamannvirkinu. Húsið opnar kl. 19:00. Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s góður matur að hætti Bíbbans, skemmtiatriði frá stjórn og liðunum, verðlaunaafhending og almennt partý stuð. Stuðningskortahafar fá að sjálfsögðu frítt í stuðið en það verða ekki margir miðar í almennri sölu. Þeir sem hafa eindreginn …