Tvö töp á nýju ári

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Baráttan um sæti í úrslitakeppni Dominosdeildar kvenna er hörð þetta tímabilið, enda sjö lið að keppast um fjögur sæti. Baráttan hefur ekki farið nógu vel af stað hjá okkar konum á nýju ári, þrátt fyrir glæsilegan sigur á Haukum í bikarnum, en liðið hefur tapað báðum leikjum ársins og fjórum leikjum í röð í deildinni. Eftir tap gegn Val í …

Sigur í framlengdum leik á Egilsstöðum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar lögðu land undir fót og héldu til Egilsstaða í gær til að leika gegn nýliðum Hattar. Hattarmenn hafa farið frekar illa af stað í deildinni en unnu sinn fyrsta leik í síðustu umferð gegn Njarðvíkingum. Grindvíkingar eru að stilla saman strengi með nýjum erlendum leikmanni og þá eru nokkrir leikmenn meiddir, og því mátti búast við hörkuleik sem varð …

Skallagrímsmenn afgreiddir í Fjósinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar gerðu góða ferð í Borgarnes í gær þegar þeir lögðu Skallagrím að velli í Powerade bikarnum. Grindavík er því komið í 4-liða úrslit þar sem þeir mæta KR á heimavelli. Grindavík lagði grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta sem vannst 31-17. Chuck Garcia átti góðan leik í frumrauns inni með liðinu, var stigahæstur með 27 stig og gaf einnig …

Stjarnan og KR næstu andstæðingar í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í 4-liða úrslit í Powerade bikarnum í hádeginu í dag, en bæði karla- og kvennalið Grindavíkur voru í pottinum. Bæði lið fá heimaleik en leikið verður dagana 23.-25. janúar. Bikarmeistarar Grindavíkur mæta Stjörnunni kvennamegin en karlamegin koma Íslands- og deildarmeistarar KR í heimsókn. Tvær hörkuviðeignir framundan og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikina og styðja okkar …

Grindavíkursigur í rafmögnuðum bikarleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistarar Grindavíkur tóku á móti toppliði Hauka í Powerade-bikar kvenna í gær í alveg hreint rafmögnuðum leik sem var æsispennandi fram á síðustu sekúndu. Grindavík fór að lokum með sigur af hólmi, 65-63, en Haukar fengu tvö tækifæri til að vinna leikinn í lokin. Grindavík er því komið áfram í 4-liða úrslit ásamt Keflavík, Snæfelli og Stjörnunni. Fréttaritari síðunnar var …

Frumraun Chuck Garcia í bikarnum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karlalið Grindavíkur heimsækir Borgarnes í kvöld þar sem þeir leika gegn Skallagrímsmönnum í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins. Grindvíkingar mæta með nýjan leikmann til leiks sem þreytir frumraun sína á Íslandi í kvöld en það er framherjinn Chuck Garcia sem gekk til liðs við Grindavík á dögunum. Chuck er stór og stæðilegur framherji, um 208 cm á hæð og eins og …

22 stig frá Lalla dugðu ekki til sigurs

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar tóku á móti nýliðum FSu í Dominosdeild karla í gær, en okkar menn mættu til leiks með nokkuð lemstraðan hóp. Þeir Hilmir, Jóhann Árni og Páll Axel eru allir frá vegna meiðsla og þá lék liðið án erlends leikmanns en Chuck Garcia kom ekki til landsins fyrr en í morgun. Grindvíkingar höfðu unnið FSu tvisvar í vetur og gestirnir …

8-liða úrslit í bikarnum á sunnudag og mánudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Bikarmeistar Grindavíkur árið 2015 halda titilvörn sinni áfram núna á sunnudaginn þegar Haukar koma í heimsókn. Það er engum blöðum um það að fletta að Haukarnir eru með firnasterkt lið í ár en þær hafa aðeins tapað einum leik það sem af er vetri. Stelpurnar þurfa því á þínum stuðningi að halda á sunnudaginn en leikurinn hefst kl. 16:00. Á …

Körfuknattleiksdeildin með einstakar derhúfur til sölu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG er komin með derhúfur í sölu frá Been Pippn. Einungis 100 eintök voru framleidd og er hver og ein húfa númeruð að innan, frá 1 – 100. Húfurnar eru svokallaðar “snapback” svo stærðin á þeim er stillanleg með smellum að aftan. Verðið er 6000kr. Frekari upplýsingar og pantanir í síma 775-2166. Fleiri myndir á Facebook.

Körfuknattleiksdeildin með einstakar derhúfur til sölu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG er komin með derhúfur í sölu frá Been Pippn. Einungis 100 eintök voru framleidd og er hver og ein húfa númeruð að innan, frá 1 – 100. Húfurnar eru svokallaðar “snapback” svo stærðin á þeim er stillanleg með smellum að aftan. Verðið er 6000kr. Frekari upplýsingar og pantanir í síma 775-2166. Fleiri myndir á Facebook.