Grindavík fer heldur betur með góðan jólapakka með sér í jólafrí frá Domino’s deild karla þessi jólin en þegar deildin er hálfnuð situr Grindavík í 4. sæti deildarinnar. Okkar menn unnu góðan útisigur á Skallagrímsmönnum í Borgarnesi í gær, 80-95, og hafa nú unnið 7 leiki en tapað 4. Karfan.is gerði leiknum skil: „Grindavík verður í fjórða sæti Dominos deildar …
Stuðningsmaður ársins 2016
Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016 Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015.
Glötuð stig í Grindavík um helgina
Grindavíkurkonur misstu af dauðafæri til að vinna sig upp töfluna um helgina þegar þær töpuðu fyrir Val hér í Grindavík, 66-69. Allt leit út fyrir að Valur færi með þægilegan sigur af hólmi en Grindvík gerði harða atlögu að þeim í lokin. Þær komust þó ekki nær en 3 stig og lokaniðurstaðan svekkjandi tap og Grindavík áfram í næst neðsta …
Þristaregn frá Þorsteini dugði ekki til sigurs gegn Stólunum
Grindavík tók á móti Tindastóli í Domino’s deild karla í Mustad höllinni í gærkvöldi. Stólarnir hafa verið með sterkari liðum í vetur og höfðu aðeins tapað tveimur leikjum fyrir viðureign gærkvöldsins og því ljóst að um hörkuviðureign yrði að ræða. Grindavík var með nokkuð tök á leiknum framan af en gestirnir sigu fram úr í lokin og unnu að lokum, …
Ótrúlegur viðsnúningur á lokamínútunum tryggði Grindavík sigur á ÍR
Grindavík er komið í 8-liða úrslit Maltbikarsins eftir ótrúlegan seiglusigur á ÍR í Mustad höllinni í gær. Gestirnir voru með yfirhöndina nær allan leikinn og leiddu 65-75 þegar rúmar 7 mínútur voru til leiksloka en þá tók við ótrúlegur kafli þar sem Grindavík skoraði 10 stig án þess að ÍR næðu að svara fyrir sig og staðan 75-75. Karfan.is fjallaði …
Dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins
Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins þar sem Grindvíkurliðin voru bæði í hattinum. Stelpurnar fá verðugt verkefni og Suðurnesjaslag en þær mæta Keflavík hér í Mustad höllinni. Strákarnir aftur á móti þurfa að leggja land undir fót og fara í höfuðstað Norðurlands þar sem þeir mæta Þórsurum á Akureyri. Leikið verður dagana 14.-16. janúar.
Grindavík setti þristamet í Ljónagryfjunni
Grindavíkurkonur lyftu sér upp af botni Domino’s deildar kvenna um helgina með öruggum og góðum sigri á Njarðvík á útivelli, 59-85. Grindavík setti 16 þrista í leiknum sem er það mesta sem skorað hefur verið í einum leik í deildinni í vetur. Þá héldur þær ofurkonunni Carmen Tyson-Thomas algjörlega í skefjum, en hún setti aðeins 19 stig í stað þeirra …
Feigðarför í Ásgarð
Eftir taplausan nóvember í Domino’s deildinni var strákunum kippt aftur niður á jörðina í Ásgarði í gær þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni, 75-64. Það má sannarlega kalla þetta varnarsigur hjá Stjörnumönnum en Grindavík átti í stökustu vandræðum með að koma stigum á töfluna í gær og skotnýtingin var afleit, 19% fyrir utan og 27% heilt yfir. Karfan.is klikkaði ekki frekar …
Allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna valdir í landsliðsæfingahóp
Í gær tilkynntu landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum hvaða leikmenn eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs fyrir komandi landsliðsverkefni. Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni, þar af 17 frá Grindavík. Er skemmst frá því að segja að allir leikmenn 9. og 10. flokks kvenna voru boðaðir á …
Tap gegn Skallagrími í jöfnum leik
Grindavík mistókst að koma sér aftur á beinu brautina í Domino’s deild kvenna í gærkvöldi þegar Skallagrímur kom í heimsókn. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en í stöðunni 58-58 þegar 5 mínútur voru til leiksloka fjaraði undan sóknarleik Grindavíkurkvenna og Skallagrímur vann leikinn að lokum, 61-72. Karfan.is fjallaði um leikinn: Það er ekki laust við að ákveðin haustbragur …