Stelpurnar töpuðu gegn Hamri á útivelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar áttu ekki góða ferð austur í Hveragerði á laugardaginn þegar þær töpuðu gegn Hamarsstúlkum, 64-57. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en í lokaleikhlutanum lentu okkar konur í miklum villuvandræðum og töpuðu að lokum leikhlutanum með 8 stigum og leiknum með 7. Grindvíkingar léku án Angelu Rodriguez sem meiddist á æfingu og þá er Ólöf Rún Óladóttir einnig frá …

Grindavík rúllaði yfir Þórsara í endurkomu Bullock

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Íslenskir körfuknattleiksunnendur biðu eflaust margir með öndina í hálsinum eftir leik Grindavíkur og Þórs Þorlákshöfn á föstudaginn. Tilefnið var endurkoma hins bandaríska J’Nathan Bullock í íslenskan körfubolta en hann lék síðast með Grindavík vorið 2012, og hefur síðan þá átt farsælan atvinnumannaferil víða um heim. Ekki reyndi þó mikið á Bullock í þessum leik sem varð algjör einstefna af hendi …

Dósasöfnun meistaraflokks kvenna með breyttu sniði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Hin árlega dósasöfnun meistaraflokks kvenna í körfubolta, sem alla jafna hefur farið fram strax á nýju ári, frestast að þessu sinni vegna veðurs. Þar sem margir munu eflaust vilja losa sig við dósir og flöskur sem söfnuðust upp núna um hátíðirnar vill liðið koma þeirri ábendingu á framfæri að hægt er að láta ágóðann renna beint til þeirra í flöskumóttökunni …

J’Nathan Bullock snýr aftur til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann sem mun leysa Rashad Whack af hólmi. Hinn nýji leikmaður er Grindvíkingum sem og íslenskum körfuknattleiksunnendum að góðu kunnur, en það er enginn annar en J’Nathan Bullock. Bullock lék með Grindvíkingum tímabilið 2011-2012 og var lykilmaður í liði Grindavíkur sem landaði bæði deildarmeistaratitli og Íslandsmeistaratitli. Bullock skoraði 21,4 stig og tók …

Stelpurnar töpuðu heima gegn KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það má leiða að því líkur að Grindavíkurstúlkur hafi endanlega misst af lestinni upp í Úrvalsdeild að nýju um helgina, en þá tapaði liðið heima gegn toppliði KR. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en gestirnir unnu lokafjórðunginn með 10 stigum og leikinn sömuleiðis, lokatölur 78-88. Grindavík er því eftir þennan leik í 4. sæti deildarinnar með 7 sigra og …

Grindvíkingar mörðu sigur á Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar sluppu með skrekkinn gegn Þórsurum á Akureyri í gær en minnstu mátti muna að þeir glopruðu sigrinum úr höndum sér á lokasekúndunum. Grindvík leiddi svo til allan leikinn en Þórsarar gerðu áhlaup undir lokin og gerðu heiðarlega tilraun til að tryggja sér sigurinn. Í stöðunni 77-80 áttu Þórsarar víti, ofan í vildi boltinn ekki en Sigurður Þorsteinsson sótti boltann …

Rashad Whack sendur heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Rashad Whack hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík, en þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson þjálfari liðsins, í samtali við Víkurfréttir. Whack hefur átt nokkra ágæta spretti í vetur en hvorki verið stöðugur né mjög afgerandi sínum leik. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem hefur ekki dugað liðinu nógu vel, …

Grindavík aftur á sigurbraut með sigurkörfu á lokasekúndunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir rysjótt gengi í síðustu leikjum er Grindavík aftur komið á sigurbraut í Domino’s deild karla eftir sigur á nýliðum Vals í Mustad-höllinni í gær. Í 39 mínútur eða svo var þó útlit fyrir að fjórði ósigur Grindavíkur í röð liti dagsins ljós en eftir ótrúlegar lokasekúndur lönduðu okkar menn sigri, 90-89. Dagur Kár var hetja Grindvíkinga að þessu sinni …

Grindavíkurnáttföt – fullkomin í jólapakkann!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG hefur hafið sölu á bómullarnáttfötum merktum Grindavík. Tilvalin gjöf í jólapakkann fyrir unga stuðningsmenn og iðkendur. Tracy tekur við pöntunum í síma 847-9767 og í tölvupósti á horne@simnet.is – Verð aðeins 3.500 kr. 

Jón Axel stigahæstur – fékk hrós frá Steph Curry

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera frábæra hluti í bandaríska háskólaboltanum en á dögunum var hann stigahæstur í sigri Davidson á VMI háskólanum. Jón var með 22 stig og bætti við 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá setti hann 19 stig gegn stórliði UNC Tar Heels á dögunum en meðal áhorfenda í þeim leik var enginn …